Mörg Verkflæðissvör snúast um að láta notendur vita að tilvik hafi átt sér stað og þeir þurfi að bregðast við því. Til dæmis getur eitt skref í verkflæði verið að tilvik óski eftir að Notandi 1 samþyki nýja færslu, og að svarið sé að tilkynning sé send til notanda 2, samþykkjanda. Í næsta verkflæðisskrefi getur tilvikið verið að Notandi 2 samþyki færsluna, og svarið að tilkynning sé send til notanda 3 til að hefja tengt ferli samþykktu færslunnar. Í öllum skref verkflæðis sem snúast um samþykki eru tilkynningar tengdar samþykktarfærslu. Frekari upplýsingar eru í Verkflæði.

Til athugunar
Almenna útgáfan af Microsoft Dynamics NAV styður tilkynningar sem tölvupóst og innri athugasemdir.

Mikilvægt
Allar verkflæðistilkynningar eru sendar um verkröð. Ganga skal úr skugga um að verkröð í uppsetningu Microsoft Dynamics NAV sé sett upp þannig að hún meðhöndli verkflæðistilkynningar og að Byrja sjálfkrafa frá NAS gátreiturinn sé valinn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp Verkraðir.

Sett eru upp mismunandi verkflæðistilkynningar á viðkomandi stöðum:

  1. Fyrir samþykktarverkflæði eru settir upp viðtakendur verkflæðistilkynninga með því að fylla út línu í Notandauppsetning samþykktar glugganum fyrir hvern notanda sem tekur þátt í verkflæðinu. Ef notandi 2 er t.d tilgreindur í Kenni samþykkjanda reitnum á línu fyrir notanda 1 þá er tilkynning um samþykktarbeiðni send til notanda 1. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að: Setja upp notendur sem samþykkjendur.
  2. Hægt er að stilla hvenær og hvernig notendur fá tilkynningar verkflæðis með því að fylla út Áætlun tilkynninga gluggann fyrir hvern notanda verkflæðis. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Tilgreina hvenær og hvernig á að fá tilkynningar.
  3. Almennt efni og útlit tilkynninga, þ.m.t. tilkynningar um verkflæðissvör sem eru of sein, eru sett upp með því að setja upp tilkynningasniðmát í Tilkynningasniðmát glugganum. Hægt er að nota sjálfgefin sniðmát sem fylgja með Microsoft Dynamics NAV eða flytja þau út, breyta þeim og flytja þau aftur inn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Vinna með tilkynningasniðmát.
  4. Sett er upp tiltekið efni og reglur um tilkynningar verkflæðis þegar verkflæðið er stofnað. Þetta er gert með því að velja valkosti í Valkostir fyrir verkflæðissvar glugganum fyrir verkflæðissvarið sem táknar tilkynninguna. Frekari upplýsingar eru að finna í 9 skrefi í Hvernig á að: Búa til verkflæði.

Til að senda tölvupóst úr Microsoft Dynamics NAV með því að nota SMTP netþjón þarf að fylla út SMTP-póstuppsetning gluggann. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp SMTP-tölvupóst.

Sjá einnig