Mörg Verkflæðissvör snúast um að láta notendur vita að tilvik hafi átt sér stað og þeir þurfi að bregðast við því. Til dæmis getur eitt skref í verkflæði verið að tilvik óski eftir að Notandi 1 samþyki nýja færslu, og að svarið sé að tilkynning sé send til notanda 2, samþykkjanda. Í næsta verkflæðisskrefi getur tilvikið verið að Notandi 2 samþyki færsluna, og svarið að tilkynning sé send til notanda 3 til að hefja tengt ferli samþykktu færslunnar. Í öllum skref verkflæðis sem snúast um samþykki eru tilkynningar tengdar samþykktarfærslu. Frekari upplýsingar eru í Verkflæði.
Til athugunar |
---|
Almenna útgáfan af Microsoft Dynamics NAV styður tilkynningar sem tölvupóst og innri athugasemdir. |
Mikilvægt |
---|
Allar verkflæðistilkynningar eru sendar um verkröð. Ganga skal úr skugga um að verkröð í uppsetningu Microsoft Dynamics NAV sé sett upp þannig að hún meðhöndli verkflæðistilkynningar og að Byrja sjálfkrafa frá NAS gátreiturinn sé valinn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp Verkraðir. |
Sett eru upp mismunandi verkflæðistilkynningar á viðkomandi stöðum:
-
Fyrir samþykktarverkflæði eru settir upp viðtakendur verkflæðistilkynninga með því að fylla út línu í Notandauppsetning samþykktar glugganum fyrir hvern notanda sem tekur þátt í verkflæðinu. Ef notandi 2 er t.d tilgreindur í Kenni samþykkjanda reitnum á línu fyrir notanda 1 þá er tilkynning um samþykktarbeiðni send til notanda 1. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að: Setja upp notendur sem samþykkjendur.
-
Hægt er að stilla hvenær og hvernig notendur fá tilkynningar verkflæðis með því að fylla út Áætlun tilkynninga gluggann fyrir hvern notanda verkflæðis. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Tilgreina hvenær og hvernig á að fá tilkynningar.
-
Almennt efni og útlit tilkynninga, þ.m.t. tilkynningar um verkflæðissvör sem eru of sein, eru sett upp með því að setja upp tilkynningasniðmát í Tilkynningasniðmát glugganum. Hægt er að nota sjálfgefin sniðmát sem fylgja með Microsoft Dynamics NAV eða flytja þau út, breyta þeim og flytja þau aftur inn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Vinna með tilkynningasniðmát.
-
Sett er upp tiltekið efni og reglur um tilkynningar verkflæðis þegar verkflæðið er stofnað. Þetta er gert með því að velja valkosti í Valkostir fyrir verkflæðissvar glugganum fyrir verkflæðissvarið sem táknar tilkynninguna. Frekari upplýsingar eru að finna í 9 skrefi í Hvernig á að: Búa til verkflæði.
Til að senda tölvupóst úr Microsoft Dynamics NAV með því að nota SMTP netþjón þarf að fylla út SMTP-póstuppsetning gluggann. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp SMTP-tölvupóst.
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að: Setja upp notendur sem samþykkjendurHvernig á að: Setja upp notendur verkflæðis
Hvernig á að: Tilgreina hvenær og hvernig á að fá tilkynningar
Hvernig á að: Búa til verkflæði
Hvernig á að: Vinna með tilkynningasniðmát
Hvernig á að setja upp Verkraðir
Hvernig á að setja upp SMTP-tölvupóst
Kynning: Uppsetning og notkun á samþykktarverkflæði innkaupa
Hugtök
VerkflæðiViðskiptavirkni