Söluferli getur hafist með fyrirspurn um sölu eða standandi sölupöntun allt eftir eðli vörunnar sem selja á eða því vinnuflæði sem samið hefur verið um við viðskiptamanninn og verður í slíku tilfelli ávallt meðhöndlað sem sölupöntun. Burtséð frá algerri samþættingu við verkefnastýringu vegna viðskiptamanna þá styðja sölupöntunarskjöl mjög breitt svið birgðavinnslu. Sala þarf að vera bókuð og staðfest í sölupöntunarskjali ef eðli framleiðslunnar eða rökrétt uppsetning krefst annars konar efnislegrar vinnslu eða pöntun þarf að uppfylla aðra þætti innanhúss. Ef söluferlið krefst ekki að efnisleg aðgerð sé skráð sérstaklega þá getur sala verið færð beint inn á sölureikning eða inn á fjárhagsbók.

Aðrar aðgerðir pantanafærslna eru myndun skyndisölulínu úr stöðluðum sölukótum, aðgerð pöntunarloforða, verkflæði samþykkta og innsýn í upplýsingar um viðskiptamann og vörur.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Búa skal til sölupöntun handvirkt án nokkurrar pöntunar eða standandi pöntunar.

Hvernig á að búa sölupantanir til handvirkt

Læra hvernig ólíkar gerðir heimilisfanga viðskiptamanna eru notaðar: Selt til, Reikningsfært á og Sent til.

Aðsetur viðskiptamanns

Selja vöru án þess að þurfa að bóka pöntunina aðskilda frá sölureikningnum.

Hvernig á að stofna Sölureikninga

Stofna sölureikning til að skrá samkomulag við viðskiptamann um að selja vörur með tilteknum afhendingar- og greiðsluskilmálum með því að nota einfaldaðar aðgerðir í Microsoft Dynamics NAV.

Hvernig er reikningsfært

Búa til sölupöntun með því að breyta standandi sölupöntun í eina eða fleiri sölupantanir.

Hvernig á að breyta Standandi sölupöntunum í sölupantanir

Afrita línur skjala úr öðrum söluskjölum.

Afrita söluskjal

Búa til endurteknar sölupantanir eða reikningslínur fljótlega máta með því að nota staðlaða kóta viðskiptamanns.

Hvernig á að setja inn Staðlaðar innkaupalínur fylgiskjöl

Reikna fyrstu mögulegu dagsetningu sem vara getur verið tiltæk til afhendingar til að lofa viðskiptamönnum nákvæmum afhendingardögum.

Hvernig á að reikna Dagsetningu pöntunarloforðs

Bæta inn viðbótartexta í tengslum við vöru eða pöntun á aðskilinni sölulínu, t.d. „Bestu þakkir fyrir pöntunina“.

Hvernig á að setja lengdan texta inn í þjónustupantanir

Velja og nota annan sölulínuafslátt heldur en afsláttinn sem notaður var af kerfinu samkvæmt reglunni um besta verð.

Hvernig á að sækja sölulínuafslætti

Velja og nota annað sölulínuverð heldur en verðið sem notað var af kerfinu samkvæmt reglunni um besta verð.

Hvernig á að sækja söluverð

Reikna skráðan viðskiptamannaafslátt á sölulínu þegar varan og magnið eru færð inn.

Reikna reikningsafsl. á sölu

Búa til söluskjal fyrir forðanotkun, skráð til dæmis sem tími sem fer í verk.

Hvernig á að nota forðaverð í sölufærslum

Taka frá vöru úr birgðapöntun eða úr pöntunum á innleið fyrir sölupöntunarlínur sem nota á þegar þær eru tilbúnar til afhendingar.

Hvernig á að taka frá vörur fyrir sölulínur

Taka frá vörur með rað-/lotunúmerum með sértækri eða ósértækri frátekningu.

Hvernig á að taka frá vöruraktar vörur

Uppfylla beiðni viðskiptavina um kaup úr tiltekinni lotu með því að tilgreina lotuna á sölupöntuninni og gera kröfu um að vöruhúsið tíni úr þessari lotu.

Um tínslu rað- og lotunúmera

Rekja frá sölupöntun í innkaupapöntun eða framleiðslupöntun sem er sjálfkrafa vistuð af áætlunarkerfinu til að dekka eftirspurn sölunnar.

Rakning pöntunar

Skoða upplýsingar tengdar söluskjali eins og athugasemdir, upplýsingar um lánardrottinn og bókaðar færslur.

Hvernig á að skoða Viðbótarupplýsingar um sölupantanir

Prenta skjal sölustaðfestingar sem senda skal til viðskiptamanns.

Pöntunarstaðfesting

Sjá einnig