Opnið gluggann Pöntunarstaðfesting.
Skýrslan Pöntunarstaðfesting er notuð til að prenta staðfestingu á sölupöntunum.
Valkostir
Fjöldi eintaka: Í þennan reit er hægt að færa inn þann fjölda afrita af pantastaðfestingunum (auk frumritsins) sem á að prenta.
Sýna innri upplýsingar: Setja má gátmerki í þennan reit ef upplýsingar sem eru eingöngu til innri nota eiga að koma fram í prentuðu skýrslunni.
Færa í skjalasafn: Sett er gátmerki í þennan reit ef kerfið á að geyma skjalið.
Skrá samskipti: Sett er gátmerki í þennan reit ef skrá á samskiptin.
Sýna Samsetningaríhluti: Veljið þennan reit ef í skýrslunni eiga að koma fram upplýsingar um íhluti sem voru notaðar í tengdum samsetningarpöntunum sem veittu vöruna/vörurnar sem verið er að selja.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skýrslur eru í Skoða prófunarskýrslur fyrir bókun, Hvernig á að skoða og prenta skýrslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |