Útleiðarvinnsla rað- eða lotunúmera er verkhluti sem gerist við mörg mismunandi vöruhúsaferli.

Í einföldum vinnslum hafa birgðavörur þegar vörurakningarnúmer sem flytjast sjálfkrafa með þeim í gegnum allar útleiðaraðgerðir í vöruhúsi án aðgerða starfsmanna í vöruhúsi.

Í öðrum vinnslum hafa birgðavörur ekki vörurakningarnúmer og þá þarf starfsmaður í vöruhúsi að úthluta nýju númeri við útleiðarafgreiðslu, oftast úr forskilgreindri númeraröð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að úthluta rað- eða lotunúmera á færslur á leið út.

Í sérstökum vinnslum hafa birgðavörur þegar vörurakningarnúmer en þá þarf starfsmaður að velja þau sérstaklega við afgreiðslu úr vöruhúsi. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að velja úr tiltækum rað- og lotunúmerum. Þetta ferli er vanalega notað þegar vara er sett upp fyrir ákveðna rakningu. Frekari upplýsingar eru í Rakning bundin við lotunr.

Í sumum tilvikum hafa rað- og lotunúmer þegar verið skilgreind í upprunaskjalinu, sem starfsmaður í vöruhúsi verður að taka tillit til við afgreiðslu úr vöruhúsi. Þetta getur verið vegna þess að viðskiptavinurinn bað um ákveðna lotu í framleiðsluferlinu. Í því tilviki verða starfsmenn vöruhúss að tína fyrir sértök rað- eða lotunúmer, svipað og í ferlinu hér að ofan, en geta lítið breytt glugganum Vörurakningarlínur.

Til athugunar
Til að virkja t.d. meðhöndlun eftir lotunúmerum í vöruhúsaaðgerðum þarf að velja reitinn Loturakning vöruhúsa í vörurakningarkóðauppsetningu vörunnar.

Tínsla rað- eða lotunúmera í upprunaskjölum

Þegar birgðatínslu- eða vöruhúsatínsluskjal er stofnað úr upprunaskjali á útleið þar sem vörurakningarnúmer eru þegar skilgreind þá eru allir reitir í glugganum Vörurakningarlínur undir birgðatínslunni skrifvarðir nema reiturinn Magn til afgreiðslu.

Vörurakningarnúmer eru tilgreind í aðskildum frágangs-/tínslulínum í birgðatínslulínunum. Magninu hefur þegar verið skipt í sérstakar samstæður rað- eða lotunúmera því í sölupöntuninni eru vörurakningarnúmerin sem á að afhenda tilgreind.

Eyða tínslulínum

Ef vörur í tínslulínu eru ekki tiltækar er yfirleitt hægt að eyða þeim tínslulínum og eyða tínsluskjalinu. Upprunaskjalið, til dæmis sölupöntun, framleiðslupöntun eða vöruhúsaafhending, mun þá hafa eftirstandandi hluti til tínslu, sem hægt er að fá með nýrri tínslu síðar þegar hlutirnir verða tiltækir.

Viðvörun
Ekki er mælt með þessari aðferð ef rað- eða lotunúmer eru tilgreind á upprunaskjalinu.

Í staðinn skal breyta reitnum Magn til afgreiðslu í núll, bóka hinar tínslulínurnar og eyða síðan tínsluskjalinu. Þetta tryggir að hægt er að endurgera birgðatínslulínurnar fyrir þessi rað- eða lotunúmer úr upprunaskjalinu seinna.

Sjá einnig