Pöntunarloforðsaðgerðin nýtist til að reikna fyrstu hugsanlegu dagsetningu fyrir sendingu eða afhendingu á vöru. Einnig eru búnar til innkaupatillögulínur fyrir dagsetningarnar sem eru samþykktar.

Varan bundin:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vörur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Viðeigandi birgðaspjald er opnað.

  3. Á flýtiflipanum Áætlun skal velja svæðið Bundið.

Dagsetning pöntunarloforðs reiknuð:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Sölupöntun og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Glugginn sölupöntun er opnaður og sölupöntunarlínurnar sem kerfið á að reikna valdar.

  3. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Áætla, skal velja Pöntun lofað. Þá birtist glugginn Pöntunarloforðalínur.

  4. Valin er lína og á flipanum Færsluleit, í flokknum Reikna, skal velja einn af eftirfarandi valkostum:

    • Velja skal Tiltæki ef kerfið á að reikna út hvaða dag varan verður fyrst tiltæk að teknu tilliti til birgða, áætlaðrar móttöku og brúttóþarfa.
    • Velja skal Óhætt að lofa ef vitað er að varan er ekki til í birgðahaldi og ef kerfið á að reikna út hvenær varan verður fyrst tiltæki með því að gefa út tillögur um endurnýjun.
  5. Velja hnappinn Samþykkja til að samþykkja fyrstu tiltæku sendingardagsetningu.

Ábending

Sjá einnig