Allar upplýsingar, reglur og gildi sem eiga við um lánardrottin eru geymd í skrá lánardrottins og skoðuð á lánardrottnaspjaldi.

Fyrst er búið til nýtt lánardrottnaspjald og fylltar út grunnupplýsingar, s.s. heiti fyrirtækis lánardrottins, tengiliðir og aðsetur. Síðan er hægt að bæta við viðbótarupplýsingum fyrir lánardrottininn með því að hengja mismunandi kóta og gildi við kortið, s.s. sjálfgefnar víddir, gjaldmiðlakóta og númer bankareikninga.

Þegar búið er að setja inn öll nauðsynleg höfuðgögn er hægt að grunnstilla lánardrottininn frekar, s.s. að forgangsraða lánardrottninum vegna greiðslna og gera lista yfir vörur sem lánardrottinninn og aðrir lánardrottnar geta útvegað.

Annar flokkur uppsetningarverkhluta fyrir lánardrottna er að skrá samninga varðandi afslætti, verð og greiðsluaðferðir.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkhluta með tenglum í þau efnisatriði sem lýsa þeim. Þessir verkhlutar eru taldir upp í þeirri röð sem þeir eru almennt framkvæmdir:

Til aðSjá

Búa til höfuðgagnaskrána sem geymir allar reglur og gildi sem stjórna því hvernig á að eiga viðskipti við lánardrottininn.

Hvernig á að búa til lánardrottnaspjald

Búðu til lánardrottnaspjald fyrir hvern lánardrottinn sem keypt er af með hliðsjón af einfölduðum aðgerðum í Microsoft Dynamics NAV.

Hvernig á að Skrá nýja lánardrottna

Byrja á nýju lánardrottnaspjaldi á grundvelli gagnasniðmáts miðað við fyrirtæki.

Hvernig á að búa til spjöld með því að nota gagnasniðmát

Úthluta einni eða fleiri sjálfgefnum víddum á lánardrottnaspjaldið sem hafðar verða með á tengdum fylgiskjalslínum og virka á endanum sem tilföng fyrir viðskiptagreiningu.

Sjálfgefin vídd

Skrá bankaupplýsingar lánardrottinsins til að virkja greiðslusendingar.

Hvernig á að setja upp bankareikninga lánardrottna

Færa inn upplýsingar um önnur pöntunaraðsetur fyrir lánardrottna.

Hvernig á að setja upp önnur pöntunaraðsetur fyrir lánardrottna

Úthluta bókunarflokkskótum á lánardrottnaspjald til að tryggja að viðskipti við lánardrottin séu bókuð í rétta reikninga í fjárhag.

Alm. viðsk.bókunarflokkur

Nota staðlaða innkaupakóta á lánardrottna til að auðvelt og fljótlegt sé að stofna ítrekaðar innkaupaskjalalínur á grundvelli staðlaðra innkaupakóta.

Hvernig á að úthluta Stöðluðum innkaupakótum á lánardrottna

Skilgreina gjaldmiðilskóta fyrir lánardrottna til að stjórna því hvernig lánardrottninum er greitt.

Hvernig á að úthluta Lánardrottnum gjaldmiðilskótum

Skilgreina lands-/svæðiskóta fyrir lánardrottna til að nota í tengslum við INTRASTAT-skýrslugerð.

Hvernig á að úthluta Lánardrottnum lands-/svæðiskótum

Skilgreina tungumálakóta fyrir lánardrottna til að stjórna því hvaða tungumál á að nota fyrir viðskiptaskjöl.

Hvernig á að úthluta Lánardrottnum tungumálakótum

Úthluta lánardrottnum forgangsnúmerum svo að gerðar séu tillögur um greiðslur til lánardrottna samkvæmt forgangsröðun lánardrottinsins.

Hvernig á að forgangsraða Lánardrottnum

Búa til skrá yfir lánardrottna sem geta útvegað tiltekna vöru þannig að kaupendur eigi auðvelt með að ákveða hvaða lánardrottin á að nota þegar kaupa á þá vöru.

Lánardr. birgða

Notaðu EB vefþjónustu til að staðfesta að VSK-númerin sem þú slærð fyrir viðskiptamann, lánardrottinn eða tengiliðaspjald séu gild.

Hvernig á að staðfesta VSK-númer

Sjá einnig