Lands-/svæðiskótar eru notaðir í tengslum við INTRASTAT-skýrslugerð og VIES-skýrslur.
Hægt er að úthluta lands-/svæðiskótum þegar lánardrottnarnir eru settir upp, eða síðar. Áður en hægt er að gera þetta verður að vera búið að setja upp viðeigandi lands-/svæðiskóta.
Lánardrottnum úthlutað lands-/svæðiskótum:
Í reitnum Leita skal færa inn Lánardrottnar og velja síðan viðkomandi tengi.
Viðeigandi lánardrottnaspjald er opnað.
Á flýtiflipanum Almennt í reitnum Lands-/svæðiskóti veljið viðeigandi kóta. Velja hnappinn Í lagi.
Hægt er að breyta lands-/svæðiskótanum fyrir lánardrottininn með því að setja inn annan kóta úr glugganum Lönd/svæði. Breyting á lands-/svæðiskótanum mun ekki hafa áhrif á færslur sem þegar hafa verið bókaðar.
![]() |
---|
Ef notaðar eru VSK- eða Intrastat-skýrslur er mikilvægt að réttum lands-/svæðiskótum sé úthlutað á alla lánardrottna í löndum/svæðum Evrópusambandsins. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |