Tilgreinir hvernig tilteknir reikningar eða tegundir reikninga nota víddir og víddargildi. Þegar sjálfgefnar víddir fyrir reikninga eru tilgreindar leggur kerfið þær víddir og víddargildi til í hvert skipti sem reikningurinn er notaður, til dæmis í bókarlínu. Það auðveldar bókun fyrir notandann þar sem kerfið fyllir víddareitina sjálfkrafa út. Hinsvegar er hægt að breyta víddargildunum sem kerfið leggur til á bókarlínu til dæmis.

Einnig er hægt að nota sjálfgefnar víddir til að stjórna því hvernig vídd er notuð fyrir tiltekna reikninga með því að velja valkost í reitnum Virðisbókun.

Hægt er að tilgreina sjálfgefnar víddir með ýmsum hætti:

Mikilvægt
Þegar sjálfgefnar víddir eru settar upp skal hafa í huga hvort kerfið leggi í einhverjum tilvikum til sjálfgefin víddargildi sem stangast á. Til dæmis ef tveir reikningar eru notaðir í færslubókarlínu gæti kerfið lagt til mismunandi sjálfgefin víddargildi fyrir hvern reikning sem leiðir til misræmis.

Hægt er að leysa úr misræmi milli reikningstegunda með því að nota forgangsröðun sjálfgefinna vídda . Í tilvikum þar sem sjálfgefin víddargildi eru af sömu reikningstegund er síðasti reikningurinn sem færður er inn látinn ráða.

Sjá einnig