Tilgreinir hvernig tilteknir reikningar eða tegundir reikninga nota víddir og víddargildi. Þegar sjálfgefnar víddir fyrir reikninga eru tilgreindar leggur kerfið þær víddir og víddargildi til í hvert skipti sem reikningurinn er notaður, til dæmis í bókarlínu. Það auðveldar bókun fyrir notandann þar sem kerfið fyllir víddareitina sjálfkrafa út. Hinsvegar er hægt að breyta víddargildunum sem kerfið leggur til á bókarlínu til dæmis.
Einnig er hægt að nota sjálfgefnar víddir til að stjórna því hvernig vídd er notuð fyrir tiltekna reikninga með því að velja valkost í reitnum Virðisbókun.
Hægt er að tilgreina sjálfgefnar víddir með ýmsum hætti:
-
Fyrir einstakan reikning á viðkomandi reikningsspjaldi.
-
Fyrir ákveðinn flokk reikninga innan reikningstegundar með því að nota valmyndaratriðið Sjálfgefnar víddir-á margar línur á reikningalista, til dæmis lánardrottnalistanum.
-
Fyrir heila reikningstegund, til dæmis reikningstegundina viðskiptamenn, í glugganum Sjálfgefin vídd reikningstegundar. Hægt er að nota sjálfgefnar víddir fyrir reikningstegundin til þess til dæmis að tryggja að vídd sem skilgreind er af fyrirtæki sem Viðskiptamannaflokkur sé alltaf notuð fyrir viðskiptamannareikninga.
Mikilvægt |
---|
Þegar sjálfgefnar víddir eru settar upp skal hafa í huga hvort kerfið leggi í einhverjum tilvikum til sjálfgefin víddargildi sem stangast á. Til dæmis ef tveir reikningar eru notaðir í færslubókarlínu gæti kerfið lagt til mismunandi sjálfgefin víddargildi fyrir hvern reikning sem leiðir til misræmis. Hægt er að leysa úr misræmi milli reikningstegunda með því að nota forgangsröðun sjálfgefinna vídda . Í tilvikum þar sem sjálfgefin víddargildi eru af sömu reikningstegund er síðasti reikningurinn sem færður er inn látinn ráða. |