Hugsanlega þarf oft að bóka innkaupalínur með svipuðum upplýsingum á suma lánardrottna. Ef staðlaðir innkaupakótar hafa verið settir upp til að tákna línurnar er hægt að úthluta kótunum á viðkomandi lánardrottna. Seinna þegar fylgiskjal er stofnað fyrir lánardrottininn er hægt að setja stöðluðu innkaupalínurnar sjálfkrafa inn í skjalið.
Stöðluðum innkaupakótum úthlutað á lánardrottna:
Í reitnum Leita skal færa inn Lánardrottnar og velja síðan viðkomandi tengi.
Viðeigandi lánardrottnaspjald sem úthluta á einum eða fleiri kótum er opnað.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Innkaup, skal velja Sækja staðlaðar innkaupakóta lánadrottins.
Setja inn nýja línu. Í reitnum Kóti veljið viðeigandi kóta og veljið hnappinn Í lagi til að úthluta lánardrottni kótann.
Endurtaka skal þessi skref fyrir hvern kóta sem á að úthluta lánardrottninum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |