Opnið gluggann Vörpun texta á reikning.

Tilgreinir varpanir á milli tiltekins texta í skjölum á innleið og tiltekinna debet-, kredit- og mótreikninga í fjárhag eða á bankareikningum til að lokaskjalið eða færslubókarlínurnar verði fylltar út með tilgreindum upplýsingum. Frekari upplýsingar fást með svipuðum aðferðum í Hvernig á að varpa texta á endurteknar greiðslur á reikninga fyrir sjálfvirka afstemmingu.

Þegar vörpun texta á reikning hefur verið stofnuð verða öll skjöl á innleið sem innihalda tilgreindan varpaðan texta unnin í samræmi við vörpunina. Hægt er að stofna ótakmarkaðan fjölda varpana í glugganum Vörpun texta á reikning.

Vörpun texta á reikning er sérlega gagnleg í samhengi við sjálfvirka stofnun skjala og færslubókarlína í Microsoft Dynamics NAV úr rafrænum skjölum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Taka við pg umbreyta rafræn skjölum.

Dæmi

Dæmi 1: Stofnið vörpun texta á reikning sem aðstoðar við úrvinnslu á rafrænum skjölum frá tilteknum lánardrottni sem almennum kostnaði sem annaðhvort er bókaður á viðeigandi kostnaðarreikning eða bókaður á bankareikning vegna þess að hann hefur þegar verið greiddur.

  1. Sláið inn nafn lánardrottins í reitnum Varpar texta.
  2. Í reitnum Debetreikningsnúmer skal velja þann fjárhagsreikning sem óskað er eftir að þessi gerð kostnaðar verði bókuð á.
  3. Í reitnum Upprunagerð stöðu skal velja Fjárhagsreikningur ef bóka á þessa gerð kostnaðar á fjárhagsreikning til greiðsluúrvinnslu síðar. Að öðrum kosti skal velja Bankareikningur ef kostnaðurinn hefur þegar verið greiddur.
  4. Í reitnum Upprunanúmer stöðu skal velja fjárhagsreikning eða bankareikning sem nota á sem mótreikning á almennri færslubókarlínu sem stofnuð verður.
    Næst þegar unnið er úr rafrænu skjali á innleið sem inniheldur tilgreint heiti lánardrottins verður almenna færslubókarlínan sem verður til fyllt sjálfkrafa út í samræmi við vörpun texta á reikning.

Dæmi 2: Stofnið vörpun texta á reikning sem aðstoðar við úrvinnslu á rafrænum skjölum með einni línu sem koma úr OCR-þjónustu fyrir upprunaskjöl með mörgum línum.

Þegar rafrænum skjölum sem koma úr OCR-þjónustu er breytt í skjöl eða færslubókarlínur í Microsoft Dynamics NAV verður mörgum línum í upprunaskjalinu safnað saman í eina línu. Staka línan verður af gerðinni fjárhagsreikningur og reitirnir LýsingNr. (fjárhagsreiknings) verða auðir. Gildið í reitnum Upphæð verður heildarupphæð allra lína í upprunaskjalinu, fyrir utan°virðisaukaskatt.

  1. Í reitinn Varpar texta skal færa inn texta sem notandi veit að birtist ávallt á slíkum upprunaskjölum og sem óskað er eftir að birtist í reitnum Lýsing á skjalinu eða færslubókarlínunni sem verður til.
  2. Í reitnum Debetreikningsnúmer skal velja þann fjárhagsreikning sem óskað er eftir að þessi gerð kostnaðar verði bókuð á.
    Næst þegar unnið er úr upprunaskjali með mörgum línum úr OCR-þjónustu sem inniheldur tilgreindan texta (lýsing) verður skjalið eða almenna færslubókarlínan sem verður til fyllt sjálfkrafa út með vörpunartextanum í reitnum Lýsing og númeri debetreiknings í reitnum Nr..
    Auk þess er hægt að búa til vörpun texta á reikning, eins og lýst er í dæmi 1, til að fylla sjálfkrafa út í skjalið eða færslubókarlínuna sem verður til og bóka skal á bankareikning.

Reitirnir Sjálfgefinn debetreikningur fyrir línur sem eru ekki vörulínur og Sjálfgefinn kreditreikningur fyrir línur sem eru ekki vörulínur sýna heiti fjárhagsreiknings sem er sjálfkrafa settur inn í línur skjals eða færslubókar sem eru stofnaðar úr rafrænum skjölum þegar skjalalína skjals á innleið inniheldur ekki auðkennanlegt atriði.

Veljið reitina til að opna reitinn Debetreikn. fyrir línur sem eru ekki vörulínur. Nánari upplýsingar eru í Debetreikn. fyrir línur sem eru ekki vörulínur.Innkaupagrunnur

Ábending

Sjá einnig