Hægt er að setja upp Microsoft Dynamics NAV til að skiptast á gögnum í tilgreindum töflum með gögnum á ytri skjölum, til dæmis senda og taka á móti rafrænum skjölum, flytja inn og flytja út bankagögn eða önnur gögn, t.d. launaskrá, gengi gjaldmiðils og vörulista. Frekari upplýsingar eru í Gagnaskipti.

Til að undirbúa gagnaskiptaskilgreiningu fyrir gagnaskrá eða straum er hægt að nota tengt XML-skema til að skilgreina hvaða gagnastak á að hafa með í flýtifliopanum Dálkskilgreiningar. Sjá skref 6 í hlutanum „Að lýsa sniði lína og dálka á skrá“. Sjá Hvernig á að nota XML-skema til að undirbúa skilgreiningar gagnaskipta fyrir frekari upplýsingar.

Venjulega er gagnaskiptaskilgreiningar setttar upp í glugganum Skilgreining gagnaskipta Ef hins vegar er sett upp gagnaskiptaskilgreiningar fyrir þjonustu þar sem gengi gjaldmiðils endurnýjast þarf að hefja ferilinn í einfaldaða Þjónusta gengis gjaldmiðils glugganum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Setja upp þjónustu um gengi gjaldmiðils.

Til athugunar
Ef skráin sem á að umbreyta er í XML-sniði ætti að túlka hugtakið „dálkur“ í þessu efnisatriði sem „XML-einingu sem inniheldur gögn“.

Þetta efnisatriði inniheldur eftirfarandi ferli:

Til að stofna skilgreiningu gagnaskipta

Að stofna skilgreiningu gagnaskipta felur í sér tvö verkefni:

  1. Í Skilgreining gagnaskipta glugga, lýstu sniði lína og dálka í skránni.
  2. Í Vörpun reita glugganum skal tengja dálka í gagnaskránni við reiti í Microsoft Dynamics NAV
    Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.

Að lýsa sniði lína og dálka á skrá.

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Gagnaskiptaskilgreiningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Á flýtiflipanum Almennt skal lýsa gagnaskiptaskilgreiningunni og gagnaskráargerðinni með því að fylla út reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    Kóti

    Færið inn kóða til að auðkenna skilgreiningu gagnaskipta.

    Heiti

    Færið inn heiti fyrir skilgreiningu gagnaskipta.

    Skráargerð

    Tilgreinið hvaða tegund af skrá skilgreining gagnaskipta er notað fyrir. Hægt er að velja eftirfarandi þrjár gerðir skjala:

    • XML: Lagskiptir efnisstrengir og breytingarmerkingar inni í merkjum sem skilgreina virkni þeirra.
    • Breytilegur texti: Skráargerð þar sem færslur hafa breytilega lengd og eru aðskilin með tákni, svo sem eins kommu eða semíkommu. Einnig þekkt sem afmörkuð skrá.
    • Fastur texti: Færslur eru af sömu lengd, með því að nota talnaborðsstafi og hver færsla er í eigin línu. Einnig þekkt sem skrá með fastri breidd.

    Tegund

    Tilgreinið hvaða tegund af starfsemi skilgreining gagnaskipta er notað fyrir, t.d. Útflutningur greiðslna.

    Meðhöndlunarkóðaeining gagna

    Tilgreinið kóðaeiningu sem flytur gögn inn og út úr töflum í Microsoft Dynamics NAV

    Kóðaeining staðfestingar

    Tilgreinið kóðaeiningu sem er notuð til að sannprófa gögn gegn fyrirfram skilgreindum viðskiptareglum.

    Les/skrifar kóðaeiningu

    Tilgreinið kóðaeiningu sem vinnur innflutt gögn fyrir vörpun og útflutt gögn eftir vörpun.

    Les/skrifar XMLport

    Tilgreinið XMLport sem innflutt gagnaskrá eða þjónusta fer gegnum fyrir vörpun og sem flutt gögn fer út um þegar það er skrifað á gagnaskrá eða þjónustu eftir vörpun.

    Meðhöndlunarkóðaeining ytri gagna

    Tilgreinið kóðaeiningu sem flytur ytri gögn inn og út af Data Exchange Framework.

    Kóðaeining athugasemdar frá notanda

    Tilgreinir kóðaeiningu sem framkvæmir ýmsa hreinsun eftir vörpun, t.d. að merkja línurnar sem fluttar út og eyða tímabundunum færslum.

    Skráarkóðun

    Tilgreinið kóðun skráar.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Dálkaskiltákn

    Tilgreinið hvernig dálkarnir í skránni eru aðskilin, ef skráin er af gerðinni Breytilegur texti

    Hausalínur

    Tilgreinir hversu margir hausalínur eru í skránni.

    Þetta tryggir að gögn í haus séu ekki flutt inn.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Hausamerki

    Ef hauslína er á nokkrum stöðum í skránni skaltu slá inn texta í fyrsta dálkinum á hauslínunni.

    Þetta tryggir að gögn í haus séu ekki flutt inn.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Síðufótarmerki

    Ef fótarlína er á nokkrum stöðum í skránni skaltu slá inn texta í fyrsta dálkinum í fótarlínunni.

    Þetta tryggir að gögn í síðufót séu ekki flutt inn.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

  4. Á flýtiflipanum Línuskilgreiningar skal lýsa línusniði í gagnaskrá með því að fylla út reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Til athugunar
    Fyrir innflutning á bankayfirlitum er aðeins búin til ein lína fyrir stakt snið bankayfirlitsskár sem á að flytja inn.

    Til útflutnings á greiðslum er hægt að stofna línu fyrir hverja greiðslugerð sem á að flytja út. Í slíku tilviki sýnir flýtiflipinn Dálkskilgreiningar mismunandi dálkar fyrir hverja tegund greiðslu.

    Reitur Lýsing

    Kóti

    Færið inn kóða til að auðkenna línuna í skránni.

    Heiti

    Færið inn heiti sem lýsir línunni í skránni.

    Dálkafjöldi

    Tilgreinið hversu margir dálkar línan í gagnaskrá hefur.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Gagnalínumerki

    Tilgreinið stöðu á viðkomandi XML-skema einingarinnar sem sýnir aðalfærslu gagnaskrárinnar.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Nafnabil

    Tilgreinið nafnbil sem er væntanlegt í skránni, til að virkja nafnbils staðfestingu. Þennan reit má hafa auðan ef ekki á að virkja fullgildingu nafnabils.

  5. Endurtakið skref 4 til að búa til línu fyrir hver skráargögn sem á að flytja út.

    Haldið áfram og á flýtiflipanum Dálkskilgreiningar skal lýsa línusniði í gagnaskrá með því að fylla út reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu. Hægt er að nota skipulagsskrá, t.d. .XSD-skrá, fyrir gagnaskrá til að fylla út í flýtiflipann með viðeigandi einingum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að nota XML-skema til að undirbúa skilgreiningar gagnaskipta.

  6. Veljið Sækja skipulagsskrá á flýtiflipanum Dálkskilgreiningar.

  7. Í glugganum Sækja skráaskipan skal velja viðeigandi skipulagsskrá og svo hnappinn Í lagi. Línur í flýtiflipanum Dálkskilgreiningar eru fylltar út í samræmi við skipulag gagnaskrárinnar. Frekari upplýsingar eru í Sækja skráaskipan ogHvernig á að nota XML-skema til að undirbúa skilgreiningar gagnaskipta.

  8. Fyllioð inn í reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu í flýtiflipanum Dálkskilgreiningar.

    Reitur Lýsing

    Dálknr.

    Tilgreinið númerið sem endurspeglar stöðu dálksins á línu í skránni.

    Fyrir XML-skrár skal tilgreina töluna sem endurspeglar gerð staks í skránni sem inniheldur gögnin.

    Heiti

    Tilgreinið heiti dálksins.

    Fyrir XML-skrár skal tilgreina kóðann sem merkir gögnin sem á að skipta um.

    Tegund gagna

    Tilgreinið hvort gögn til að skipta eru af taginu Texti, Dagsetning eða Tugakerfi

    Gagnasnið

    Tilgreinið snið gagnanna ef einhver er. Til dæmis MM-dd-áááá ef gagnagerðin er Dagsetning.

    Til athugunar
    Til að flytja út, tilgreinið gagnasnið í samræmi við Microsoft Dynamics NAV. Frekari upplýsingar eru í Identifiers, Data Types and Data Formats.

    Til að flytja inn skal tilgreina gagnasnið í samræmi við .Net. Frekari upplýsingar eru í strengjum með sniðum fyrir staðlaðar dagsetningar og tíma.

    Menning gagnasniðs

    Tilgreinið menningu gagnasniðs, ef einhver er. Til dæmis en-US ef gagnagerðin er Tugastafur til að tryggja að komma sé notuð sem skiltákn milli þúsunda, .000, samkvæmt bandaríska kerfinu. Frekari upplýsingar eru í strengjum með sniðum fyrir staðlaðar dagsetningar og tíma.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Lengd

    Tilgreinið lengd línu af fastri vídd sem inniheldur dálkinn ef gagnaskráin er af gerðinni Fastur texti

    Lýsing

    Færið inn lýsingu á dálknum til upplýsingar.

    Slóð

    Tilgreinið stöðu einingar í tengdum XML skema.

    Auðkenni neikvæðs formerkis

    Færið inn virðið sem notað er í gagnaskránni til að auðkenna neikvæðar upphæðir, í gagnaskránum sem ekki mega innihalda mínusmerki. Þetta kennimerki er notað til að breyta auðkenndu upphæðunum í mínusmerki við innflutning.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir innflutning.

    Fasti

    Tilgreinið hvaða gögn sem þú vilt flytja í þessum dálki, ss viðbótarupplýsingar um greiðslugerð.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir útflutning.

  9. Endurtakið skref 8 fyrir hvert dálki eða XML-stak í gagnaskrá sem inniheldur gögn sem á að skiptast á við Microsoft Dynamics NAV.

Næsta skref í því að stofna skilgreiningu gagnaskipta er að ákveða hvaða dálkar eða XML-einingar í gagnaskránni varpast á hvaða reiti í Microsoft Dynamics NAV.

Til athugunar
Tilgreind vörpun ræðst af tilgangi viðskipta í gagnaskránni sem á að skipta og staðbundnum tilbrigðum. SEPA-bankastaðallinn er einnig með staðbundin afbrigði. Microsoft Dynamics NAV styður innflutning SEPA CAMT bankayfirlitsskrám án sérstakrar uppsetningar. Þetta er endurtilgreint með SEPA CAMT skilgreiningarfærslukóðanum fyrir gangaskipti í glugganum Skilgreiningar gagnaskipta. Upplýsingar um tilgreinda reitavörpun þessa SEPA CAMT stuðnings eru í Reitarvörpum við innflutning SEPA CAMT skráa.

Að tengja dálka í gagnaskránni við reiti í Microsoft Dynamics NAV

  1. Á flýtiflipanum Línuskilgreiningar skal velja línuna sem á að varpa dálkum í reiti fyrir og velja svo Reitavörpun. Glugginn Vörpun reita opnast.

  2. Á flýtiflipanum Almennt þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    Kenni töflu

    Tilgreinið töflu sem geymir reitina til eða frá sem gögn er skipst á samkvæmt vörpun.

    Notist sem millitafla

    Tilgreinið hvort taflan sem var valin í Kenni töflu reitnum er millitafla þar sem innflutt gögn eru geymd áður en þeim er varpað á marktöfluna.

    Venjulega er notauð millitafla þar sem gagnaskiptaskilgreiningar eru notaðar til að flytja inn og umbreyta rafrænum skjölum, t.d. reikningum lánardrottins í innkaupareikning í Microsoft Dynamics NAV. Frekari upplýsingar eru í Gagnaskipti.

    Heiti

    Sláðu inn heiti fyrir vörpunaruppsetninguna.

    Kóðaeining forvörpunar

    Tilgreinið kóðaeining sem undirbúa vörpun á milli reita í Microsoft Dynamics NAV og ytri gögn.

    Vörpunarkóðaeining

    Tilgreinið kóðaeiningu sem er notað til að kortleggja tilgreind dálka eða XML-gagnastök í reiti í Microsoft Dynamics NAV.

    Kóðaeining eftirávörpunar

    Tilgreinið kóðaeiningu sem lýkur vörpun á milli reita í Microsoft Dynamics NAV og ytri gagna.

    Til athugunar
    Þegar búnaður fyrir umreikningsþjónustu bankagagna er notaður umreiknar kóðaeiningin útflutt gögn úr Microsoft Dynamics NAV yfir í almennt snið sem er tilbúið til útflutnings. Til að flytja inn breytir kóðaeiningin ytri gögnum í snið sem hægt er að flytja inn í Microsoft Dynamics NAV.

  3. Á flýtiflipanum Reitavörpun skal tilgrina hvaða dálkum á að varpa í hvaða reiti í Microsoft Dynamics NAV með því að fylla út reitina sem lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    Dálknr.

    Tilgreinið hvaða dálk í gagnaskrá sem þú vilt skilgreina kort vörpun fyrir.

    Aðein er hægt að velja dálka sem eru kynntir af línum í flýtiflipanum Dálkskilgreiningar í Skilgreining gagnaskipta glugganum.

    Reitarauðkenni

    Tilgreinið hvaða reit dálkur í Dálknr. reitnum tengist.

    Aðeins er hægt að velja úr reitum sem eru til í röflunni sem tilgreind var í reitnumKenni töflu á flýtiflipanum Almennt.

    Valfrjálst

    Tilgreinið að vörpun verði sleppt ef reiturinn er auður.

    Til athugunar
    Ef þessi gátreitur er ekki valinn kemur útflutningsvilla upp ef reiturinn er auður.

    Til athugunar
    Þessi reitur er aðeins gildur fyrir útflutning.

    Auðkenni marktöflu

    Aðeins sýnilegur þegar Notist sem millitafla reitur er valinn.

    Tilgreinið töflu sem gildi í Myndatexti dálks er varpað á, þegar notuð er millitafla fyrir gagnainnflutning.

    Yfirskrift marktöflu

    Aðeins sýnilegur þegar Notist sem millitafla reitur er valinn.

    Tilgreinið heiti töflu í Auðkenni marktöflu reitur sem er talflan sem gildinu í Myndatexti dálks reitnum er varpað á, þegar notuð er millitöflu fyrir gagnainnflutning.

    Auðkenni markreits

    Aðeins sýnilegur þegar Notist sem millitafla reitur er valinn.

    Tilgreinið reit í marktöflu sem gildi í Myndatexti dálks reitnum er varpað á, þegar notuð er millitöflu fyrir gagnainnflutning.

    Yfirskrift markreits

    Aðeins sýnilegur þegar Notist sem millitafla reitur er valinn.

    Tilgreinið heiti reits í marktöflu Myndatexti dálks reitnum er varpað á, þegar notuð er millitöflu fyrir gagnainnflutning.

    Valfrjálst

    Aðeins sýnilegur þegar Notist sem millitafla reitur er valinn.

    Tilgreinið hvort vörpun á að sleppa ef reitur er tómur. Ef þessi gátreitur er ekki valinn kemur útflutningsvilla upp ef reiturinn er auður.

Gagnaskiptaskilgreining er tilbúin til virkjunar fyrir notendur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Setja upp sendingu og móttöku rafrænna skjala, Hvernig á að: Setja upp SEPA-beingreiðslur, Hvernig á að: Setja upp SEPA-beingreiðslur, Hvernig á að setja upp umreikningsþjónustu fyrir bankagögn.

Þegar stofnuð hefur verið skilgreining gagngaskipta fyrir tiltekna gagnaskrá er hægt að flytja skilgreiningu gagnaskiptanna út sem xml-skrá sem hægt er að nota til að virkja í flýti innflutning á umræddri gagnaskrá. Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.

Til að flytja gagnaskiptiskilgreiningu út sem XML skrá til afnota fyrir aðra

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Gagnaskiptaskilgreiningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja gagnaskiptiskilgreininguna sem á að flytja út.

  3. Á flipanum Heim, í flokknum Flytja inn/Flytja út, skal velja Flytja út skilgreiningu gagnaskipta.

  4. Vista xml skrá sem sýnir skilgreiningu gagnaskipta á viðeigandi staðsetningu.

Ef skilgreining gagnaskipta hefur þegar verið stofnuð þarftu bara að flytja inn XML skrá í gagnaskiptarammann. Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.

Til að flytja inn núverandi skilgreiningu gagnaskipta

  1. Vista xml skrá sem sýnir skilgreiningu gagnaskipta á viðeigandi staðsetningu.

  2. Í reitnum Leit skal færa inn Gagnaskiptaskilgreiningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  3. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Glugginn Skilgreining gagnaskipta opnast.

  4. Á flipanum Heim, í flokknum Flytja inn/Flytja út, skal velja Flytja inn skilgreiningu gagnaskipta.

  5. Veljið skrána sem var vistuð í skrefi 1.

Ábending

Sjá einnig