Tilkynningar eru sendar til verkflæðisnotenda til að tilkynna þeim um skref sem þeir verað að taka eða upplýsa þá um stöðu verkflæðisskrefa. Notandi setur upp hverjir fá tilkynningar og hvenær með þvíað setja upp samþykktarnotendur, tilkynningaáætlun notenda og umrædd verkflæðisviðbrögð til að skilgreina móttakanda tilkynningar. Frekari upplýsingar eru í Setja upp tilkynningar verkflæðis.
Tilkynningar byggjast á sniðmátum sem skilgreina efni og útlit tilkynningarinnar. Hægt er að flytja út efni úr tilkynningasniðmáti, breyta því og síðan flytja það inn í sama eða nýtt tilkynningasniðmát. Þessu er lýst í eftirfarandi ferli.
Almenn útgáfa af Microsoft Dynamics NAV inniheldur þrjú tilkynningasniðmát, eitt þar sem tilkynnt er um samþykktarbeiðnir, annað til að tilkynna um nýjar færslur og þriðja til að tilkynna um samþykktarbeiðnir sem komnar eru fram yfir tíma. Þessar þrjár fyrirframskilgreindur tilkynningasniðmát styðjaTölvupóstur og Athugasemd sem tilkynningaraðferð. Til að skoða efnisinnihald sniðmátanna þriggja skal skoða kaflann „Efnisinnihald tilkynningasniðmáta“ í þessum kafla.
![]() |
---|
Til að senda tölvupóst úr Microsoft Dynamics NAV með því að nota SMTP netþjón þarf að fylla út SMTP-póstuppsetning gluggann. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp SMTP-tölvupóst. |
Til að búa til nýtt tilkynningasniðmát
Í reitnum Leit skal færa inn Tilkynningasniðmát og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Tilkynningasniðmát á flipanum Heim í flokknum Nýtt, skal velja Nýtt.
Fylla inn í reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Kóti
Auðkenna tilkynningasniðmátið.
Lýsing
Lýsa tilkynningasniðmátinu.
Aðferð tilkynningar
Tilgreina hvort tilkynningin er send með tölvupósti eða sem athugasemd.
Tegund
Tilgreina viðskiptaferlið sem tilkynningin verður notuð fyrir.
Velja eina af eftirtöldum gerðum:
- Samþykkt tilgreinir að sniðmát sé notað til að tilkynna notendum í samþykktarverkflæði.
- Ný færsla tilgreinir að sniðmátið sé notað til að tilkynna notendum þegar ný færsla, svo sem viðskiptamannaspjald, bíði samþykktar þeirra.
- Komið fram yfir á tíma tilgreinir að sniðmát sé notað til að tilkynna notendum um samþykktarbeiðnir sem eru komnar fram yfir á tíma.
Sjálfgildi
Tilgreina hvort tilkynningasniðmát verði sjálfkrafa notað.
- Samþykkt tilgreinir að sniðmát sé notað til að tilkynna notendum í samþykktarverkflæði.
Tilkynningarsniðmáti breytt
Í reitnum Leit skal færa inn Tilkynningasniðmát og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Tilkynningasniðmát skal velja tilkynningasniðmátið sem á að breyta.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Flytja út efnisinnihald sniðmáts.
Í glugganum Flytja út skrá skal velja hnappinn Vista og svo velja heiti og vista HTML-skrá í viðeigandi staðsetningu.
Hægrismellið á skrána, veljið Opna með og veljið síðan viðkomandi forrit.
Til athugunar
Efni fyrir tilkynningasniðmát af gerðinni tölvupóstur er í HTML-sniði. Efni fyrir tilkynningasniðmát af gerðinni athugasemd er Í TXT-sniði. Breyta efni tilkynningasniðmátsins með því að bæta við, breyta, eða fjarlægja breytur til að skilgreina tilkynningarefni sem óskað er eftir. Sjá fyrir frekari upplýsingar í kaflanum „Efnisinnihald tilkynningasniðmáts“.
Halda áfram með innflutningur á breyttu efni í sama eða nýtt tilkynningasniðmát.
Til að breyta tilkynningasniðmáti sem var flutt inn skal velja það sniðmát sem var valið í skrefi 2 í glugganum Tilkynningasniðmát.
Að öðrum kosti skal flytja breytt efni sniðmáts inn í nýtt tilkynningasniðmát, fylgja ferlinu „Að stofna nýtt tilkynningasniðmát“ og velja svo nýja tilkynningasniðmátið.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Almennt veljið Flytja inn efnisinnihald sniðmáts.
Ef breyta skal tilkynningasniðmáti sem þegar er fyrir hendi veljið þá hnappinn Já á skilaboðunum sem fjalla um að skrifa yfir núverandi sniðmát.
Í glugganum Velja skrá til að flytja inn skal velja HTML-skrána sem breytt var í skrefi 6 og svo velja hnappinn Opna.
Tilkynningasniðmátið sem fyrir var eða nýja sniðmátið í glugganum Tilkynningasniðmát hefur nú verið uppfært með breyttu efni.
Efnisinnihald tilkynningasniðmáts
Þrjár gerðir tilkynningasniðmáts, Ný færsla, Samþykki og Komin fram yfir tíma, hafa allar ólíkt innihald.
Færibreytugildi eru sjálfkrafa settar inn í tilkynningar í samræmi við tilkynningasniðmátið.
Ný færsla

Samþykkt

Dagsetning liðin

![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp SMTP-tölvupóstHvernig á að: Setja upp notendur verkflæðis
Hvernig á að: Setja upp notendur sem samþykkjendur
Hvernig á að: Búa til verkflæði
Hvernig á að setja upp Verkraðir
Tilvísun
Write NotesHugtök
Setja upp tilkynningar verkflæðisVerkflæði
Viðskiptavirkni