Hægt er að setja upp verkröð og tilgreina í hvaða röð tilteknar skýrslur, keyrslur og kótasöfn eiga að keyra. Microsoft Dynamics NAV Netþjónn les úr verkröðinni og ákvarðar hvaða verk eigi að keyra næst. Þegar verkröð er sett upp er hægt að tilgreina á hvaða tölvu og á hvaða þjónustu verkröðin á að keyra.

Einnig er hægt að búa til NAV-þjónstilvik sem helgað er verkröðinni. Þetta er gagnlegt þegar verk þarfnast ákveðinna heimilda, þegar verk notar mikinn forða eða þegar aðskilja á verkraðir. Til að gera það þarf að tilgreina ræsifæribreytur fyrir NAS þjónustu.

Til að stofna verkröð

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Verkraðir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim veljið Nýtt. Glugginn Verkraðaspjald opnast.

  3. Á flýtiflipanum Almennt í reitnum Kóti er færður inn kóti fyrir verkröðina. Í reitinn Lýsing er færð inn lýsing á verkröðinni. Hægt er að færa inn allt að 30 stafi.

  4. Einnig er hægt að velja afmörkun sem gildir í reitnum Flokkaafmörkun verkraðar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að búa til tegundir verkraða.

    Hinir reitirnir á flýtiflipanum Almennt eru til upplýsingar og verða fylltir út eftir að verkröðin er ræst.

Til að virkja verkröð

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Verkraðir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Veljið verkröðina sem á að ræsa og því næst Hefja verkröð af flipanum Heim.

    Til að stöðva verkröðina er farið á flipann Heim og Stöðva verkröð valið.

Á flýtiflipanum NAS stillingar er stilla reiti ef óskað er eftir því að tilgreina á hvaða tölvu og hvaða þjónstilviki það NAS, sem á að keyra verkröðinni, verður keyrt. Þetta getur skipt máli þegar verið er að fínstilla afköst eða þegar þjónstilvik eða tölva er stillt til að sjá um ákveðnar Microsoft Dynamics NAV aðgerðir. Ef hvorki þjónn né tölva er tilgreind mun verkröðin keyra með þjónustunni sem biðlarinn keyrir á.

Til að tilgreina NAS stillingar

  1. Til að hefja verkröð á hvaða þjónstilviki sem er á tölvu skal velja reitinn Byrja á þessari NAS-tölvu. Glugginn Netþjónstilvikalisti opnast. Veljið tölvu þjónstilviksins sem á að keyra verkröðina á. Velja hnappinn Í lagi.

    -eða-

    Til að hefja verkröð á tilteknu þjónstilviki skal velja reitinn Byrja á þessu NAS-tilviki. Veljið þjónstilvikið sem á að keyra verkröðina á. Velja hnappinn Í lagi.

  2. Ræsið verkröðina. Hægt er að tilgreina að verkröðin ræsist sjálfkrafa þegar NAS-þjónusta er ræst, eða ræsa verkröðina handvirkt.

    Sjálfkrafa: Á flýtiflipanum NAS stillingar skal velja gátreitinn Byrja sjálfkrafa frá NAS.

    -eða-

    Handvirkt: Á flipanum Heim skal velja Hefja verkröð. Til að stöðva verkröðina skal velja Stöðva verkröð.

Næsta skrefið er að stofna færslur fyrir viðkomandi verkröð. Verkröðin getur haft margar færslur sem eru þau verk sem biðröð stjórnar og keyrir. Upplýsingar í færslunni tilgreina hversu oft eigi að keyra verkið og hvenær það skuli keyrt. Frekari upplýsingar má nálgast hér: Hvernig á að búa til færslur verkraða

Ábending

Sjá einnig