Til að senda tölvupóst úr Microsoft Dynamics NAV með því að nota SMTP netþjón þarf að fylla út SMTP-póstuppsetning gluggann.

Sending tölvupósts er notaður fyrir ýmsar aðgerðir í Microsoft Dynamics NAV, s.s. til að tilkynna verkflæðisnotendum um skref í verkflæði. Frekari upplýsingar eru í Verkflæði.

Tölvupóstar sem eru sendir úr Microsoft Dynamics NAV byggjast á póstsniðmátum sem skilgreina hvaða reiti og texta á að sýna í tölvupóstinum. Póstsniðmátið er HTML-skrá sem hægt er að flytja út, breyta í Microsoft Word, t. d., og síðan flytja inn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Vinna með tilkynningasniðmát.

Til að setja upp SMTP-tölvupóst

  1. Í reitinn Leita skal færa inn SMTP-póstuppsetning og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Fylla inn í reitina eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    SMTP-þjónn

    Tilgreina heiti SMTP-netþjóns.

    SMTP-netþjónstengi

    Tilgreina gátt SMTP-netþjóns. Sjálfgefna gáttin er 25.

    Til athugunar
    Þegar gátt er sett upp þarf að ganga úr skugga um að samskipti inn og út á gáttinni séu virk fyrir alla viðskiptamenn og Microsoft Dynamics NAV netþjóninn. Athuga skal eldveggsstillingar

    Sannvottun

    Tilgreina gerð sannvottunar sem SMTP-netþjónn notar.

    Sjálfgefin stilling er Ónafngreindur, sem krefst ekki notandakennis né upplýsinga um aðgangsorð. Í Azure uppsetningu er notuð Grunn.

    Örugg tenging

    Tilgreina hvort uppsetning SMTP-netþjóns þarfnast dulkóðaðrar rásar sem notar dulmálskerfi eða öryggisupplýsingar, svo sem SSL (Secure Socket Layers).

  3. Velja hnappinn Í lagi.

Nánari upplýsingar um SMTP tölvupóstkerfi er að finna í Stilla SMTP-tölvupóst (IIS 7).

Ábending

Sjá einnig