Til að stofna skjal eða færslubókarlínu í Microsoft Dynamics NAV úr skjali á innleið þarf fyrst að stofna færslu skjals á innleið.

Hægt er að stofna nýtt skjal eða færslubókarlínu í Fylgiskjöl á innleið úr færslu með skjali á innleið með eftirfarandi hætti:

Eftirfarandi aðferðir sýna hvernig á að stofna færslu fyrir skjal á innleið handvirkt í glugganum, ýmist með því að velja fyrst skjal til að hengja við eða með því að hengja skjalið við seinna.

Til athugunar
Flestir reitrir í glugganum Skjal á innleið eru fylltir út sjálfkrafa. Allir reitir í flýtiflipanum Fjárhagsupplýsingar eru fylltir út sjálfvirkt þegar færsla fyrir skjal á innleið er byggð á rafrænu skjali.

Tila ð búa til færslu skjals á innleið handvirkt

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Fylgiskjöl á innleið og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Stofna úr skrá. Í glugganum Setja inn skrá skal velja skrána sem táknar skjalið á innleið og svo hnappinn Opna.

  3. Annar valkostur er að á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Þá verður að hengja við skrá seinna. Sjá kaflann „Til að hengja skrá við færslu skjals á innleið“.

  4. Í Skjal á innleið glugganum skal fylla út reitina í Almennt flýtiflipanum eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

    Reitur Lýsing

    Lýsing

    Færið inn lýsingu á skjalinu á innleið. Nafn viðhengisins er fært inn sjálfkrafa.

    Tengill á fylgiskjal

    Þessi reitur er valfrjáls.

    Tilgreina staðsetningu skrárinnar sem táknar skjal á innleið. Þetta er valfrjálst.

    Sniðmátskóði stafakennslaþjónustu

    Þessi reitur á aðeins við ef notað er ORC.

    Tilgreina kóðann á skjalsniðmát sem þú vilt að OCR-þjónustan noti þegar tengdu PDF eða myndskrá er breytt í rafrænt skjal. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að nota OCR til að breyta PDF og myndaskrám í rafræn skjöl.

    Til athugunar
    Til að sjá ný skjalsniðmát sem OCR-þjónusta styður skal velja hnappinn Uppfæra lista yfir skjalsniðmát í glugganumUppsetning stafakennslaþjónustu.

    Gerð gagnaskipta

    Tilgreinir gerð gagnaskipta sem tengist gagnaskiptaskilgreiningu sem á að nota til að umbreyta skjali á innleið ef það er rafrænt skjal. Frekari upplýsingar eru í Gagnaskipti.

    Fyllt er sjálfkrafa út í svæðin sem eftir eru.

Til að hengja skrá við færslu skjals á innleið.

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Fylgiskjöl á innleið og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Velja skal línu fyrir færslu skjals á innleið sem á að hengja skjal við, og svo á flipanum Aðgerðir, í flokknum Ferli, skal velja Hengja skrá við.

    Til athugunar
    Á spjaldtölvum og símum er hægt að nota Tengja Mynd úr Myndavél hnappinn. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Stofna færslur skjala á innleið með því að taka mynd.

  3. Einnig er hægt að opna gluggann Skjal á innleið og svo , á flipanum Aðgerðir, í flokknum Almennt, veljaHengja skrá við.

  4. Í glugganum Setja inn skrá skal velja skrána sem táknar skjalið á innleið og svo hnappinn Opna.

Nú er hægt að byrja að stofna færslur fyrir fylgiskjalið í Microsoft Dynamics NAV, handvirkt eða sjálfvirkt. Einnig er hægt að tengja nýtt skjal á innleið færslu við fyrirliggjandi bókaðar eða óbókaðar skjöl þannig að upprunaskrá sé auðvelt að fá aðgang úr Microsoft Dynamics NAV. Frekari upplýsingar eru í Nota skjöl á innleið.

Ábending

Sjá einnig