Þegar notendur eru settir upp í samþykktarverkflæði verður að tilgreina í gluggunum Tilkynningagrunnur og Áætlun tilkynninga hvenær og hvernig hver notandi fær tilkynningar um skref í samþykktarverkflæði. Einstakir notendur geta einnig breytt tilkynningastillingum sínum með þí að velja hnappinn Breyta tilkynningastillingum á hverri tilkynningu.
Áður en hægt er að setja upp tilkynningastillingar samþykktarnotanda verður að setja notanda upp sem samþykktarnotanda Nánari upplýsingar eru í Hvernig á að: Setja upp notendur sem samþykkjendur.
Með því að setja upp tilkynningasniðmát er útlit og innihald tilkynninga skilgreint. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Vinna með tilkynningasniðmát.
Mörg skref samþykktarverkflæðis snúast um að láta notendur vita að tilvik hafi átt sér stað og þeir þurfi að bregðast við því. Til dæmis getur eitt skref í verkflæði verið að tilvik óski eftir að Notandi 1 samþyki nýja færslu. Tengd viðbrögð eru að tilkynning er sent Notanda 2, sem er samþykkjandi. Í næsta skrefi verkflæðis getur tilvik verið að Notandi 2 samþykki nýja færslu. Tengd viðbrögð eru að tilkynning er sent Notanda 3 til að hefja ferli með samþykktri færslu. Í öllum skref verkflæðis sem snúast um samþykki eru tilkynningar tengdar samþykktarfærslu. Frekari upplýsingar eru í Verkflæði.
Tilgreinið hvenær og hvernig notendur fá tilkynningar
Í reitinum Leita skal færa inn Notandauppsetning samþykktar og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið línu fyrir notanda sem á að nota til að setja upp tilkynningarstillingar fyrir og því næst er valið Uppsetning tilkynninga úr flokknum Vinna á flipanum Heim.
Í glugganum Tilkynningagrunnur þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Gerð tilkynningar
Tilgreinið hvaða gerð tilviks tilkynning fjallar um.
Einn af eftirfarandi kostum er valinn:
- Ný færsla tilgreinir að tilkynningin sé um nýja færslu, svo sem skjal, sem notandinn þarf að bregðast við.
- Samþykktir tilgreinir að tilkynningin fjalli um eina eða fleiri samþykktarbeiðnir.
- Komið fram yfir tíma tilgreinir að tilkynningin er um áminningu notenda um að þeir séu seinir að bregðast við viðburði.
Sniðmátskóði tilkynningar
Tilgreinið kóða tilkynningasniðmátsins sem er notað til að stofna tilkynningar fyrir notandann.
Tilkynningar sem ekki eru uppsafnaðar
Tilgreinið hvort notandinn fær eina tilkynningu fyrir hvern viðburð eða uppsafnaðar tilkynningar.
Ef gátreitur Tilkynningar sem ekki eru uppsafnaðar er ekki valinn mun notandi fá tilkynningar sem safna saman upplýsingum um tilvik sem eiga sér stað innan sama endurtekningarmynsturs í tilkynningaáætlun.
Tilgreint hefur verið hvernig notandi fær tilkynningar. Halda áfram að ákveða hvenær notandi fær tilkynningar.
- Ný færsla tilgreinir að tilkynningin sé um nýja færslu, svo sem skjal, sem notandinn þarf að bregðast við.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinnsla er valið Tilkynningaáætlun.
Í glugganum Áætlun tilkynninga þarf að fylla reitina út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.
Reitur Lýsing Endurtekning
Tilgreinið endurtekningarmynstur þar sem notandi fær tilkynningar.
Tími
Tilgreinir hvenær dagsins notandinn fær tilkynningar þegar gildið í Endurtekning reitnum er frábrugðið Strax.
Dagleg tíðni
Tilgreinið á hvers kyns dögum notandinn fær tilkynningar þegar gildið í Endurtekning reitnum er Daglega.
Velja Virkur dagur til að fá tilkynningar hvern virkan dag vikunnar. Velja Daglega til að fá tilkynningar hvern dag vikunnar, þar á meðal um helgar.
Mánudagur til og með Sunnudagur
Tilgreinið á hvers kyns dögum notandinn fær tilkynningar þegar gildið í Endurtekning reitnum er Vikulega.
Mánaðardagur
Tilgreinið hvort notandinn fær tilkynningar á fyrsta, síðasta eða tilteknum degi mánaðarins.
Dagsetning mánaðarlegrar tilkynningar
Tilgreinið á hvaða degi mánaðarins notandinn fær tilkynningar þegar gildið í Mánaðardagur reitnum er Sérsniðið.
Breyta hvenær og hvernig notandi fær tilkynningar
Í einni tilkynningu sem borist hefur, annaðhvort í tölvupósti eða sem athugasemd, skal velja hnappinn Breyta tilkynningastillingum.
Í glugganum Tilkynningagrunnur skal breyta tilkynningarstillingunum eins og lýst er í fyrra ferli.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |