Vöruskil eru notuð til að tryggja að fyrirtækinu séu bættar rangar eða skemmdar vörur sem mótteknar eru frá lánardrottnum.

Þegar fyrirtæki eða viðskiptamenn þeirra eru óánægð með pöntun sem þau fengu frá lánardrottni geta þau vænst til að lánardrottinn bæti þeim það upp með mismunandi leiðum. Skilmálar samkomulags um bætur sem náðst hefur á milli fyrirtækis og lánardrottins fara oft eftir ástæðu fyrir því að vöru var skilað og tengslum á milli fyrirtækis og lánardrottins. T.d. geta aðilar samþykkt að ef vörur eru pantaðar/afgreiddar vitlaust muni fyrirtækið skila vörunni til lánardrottinsins gegnt því að fá greiðslufrest og mun fyrirtækið fá aðra vöru í staðinn. Í öðrum tilvikum, til dæmis ef fyrirtæki móttekur skemmda vöru, getur fyrirtækið krafist afsláttar af upphaflegu verði innkaupapöntunarinnar. Það sama getur átt við þegar fyrirtæki er með söluuppbót fyrir viðskiptavini sína og vill núna endurheimta kostnað með því að biðja um innkaupaheimild frá lánardrottninum. Ef varan sem var keypt er í ábyrgð getur fyrirtækið beðið lánardrottininn um að lagfæra bilunina eða biluðu vöruna. Frekari upplýsingar eru í Um skilastýringu.

Vöruskilapöntun innkaupa er grundvallarskjal sem býður upp á skráningu samkomulags um bætur sem gert hefur verið við lánardrottin. Hér er hægt að opna önnur fylgiskjöl sem tengjast innkaupum og færa inn og uppfæra upplýsingar sem tengjast vöruskilum er varða lánardrottin, bótaaðferð og viðkomandi vörur.

Eftirfarandi eru staðlaðir liðir til að búa til grundvallarvöruskilapöntun innkaupa. Grundvallarvöruskilapöntun er búin til þegar aðili vill skila vöru til lánardrottins fyrir inneign. Frekari kostum fyrir vöruskil er lýst hér að neðan.

Vinnsla grundvallarinnkaupaskila

  1. Vöruskilapantanir innkaupa búnar til. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Vöruskilapantanir innkaupa.

  2. Á flýtiflipanum Reikningsfærsla er hægt að nota vöruskilapöntun á tilheyrandi innkaupareikning með því að fylla út reitina Tegund jöfnunar og Jöfnunarnúmer.

  3. Bóka vöruskilapöntun innkaupa. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Bóka.

  4. Veljið Afhenda og reikningsfæra til að stofna bókaðan innkaupakreditreikning.

Ef tengdi reikningurinn var ekki jafnaður fyrr í þessari vinnslu er hægt að framkvæma þessa jöfnun eftir bókun.

Frekari vöruskilavalkostir

  • Ef endurmeta á birgðahald með kostnaðarverðinu sem tengist upphaflegri innkaupafærslu skal úthluta bakfærslu nákvæms kostnaðar.

    • Það gæti þurft að búa til innkaupabót ef samkomulag kann að takast við lánardrottininn um bætur fyrir vöru, sem skilað er, í formi afsláttar frá upprunalegu innkaupaverði pöntunar.
    • Það gæti þurft að stofna skiptivöruinnkaupapöntun ef lánadrottinn samþykkir að skipta skilaðri vöru. Um sömu vöru getur verið að ræða, eða eitthvað annað.
    • Í sumum tilvikum gæti þurft að skila ákveðinni raðgerðri vöru eða lotu, til dæmis ef ákveðin vara eða lota er gölluð eða hefur verið endurkölluð. Í slíkum tilvikum er hægt að leita að vörunni eftir rað- eða lotunúmeri og að sú vara eða lota sé svo móttekin. Fylgdu eftirfarandi:
      1. Leitað er að rað-/lotunúmerunum frá lánardrottninum.
      2. Vöruskilapantanir innkaupa búnar til.
      3. Línan sem velja á rað-/lotunúmer fyrir er valin.
      4. Velja hnappinn Aðgerðir, velja Lína og velja svo Vörurakningarlínur.
      5. Í glugganum Vörurakningarlínur er smellt á AssistButton í reitnum Lotunr. eða Raðnr. til að velja úr glugganum Yfirlit vörurakningar.
    • Hægt er að stofna öll fylgiskjöl sem tengjast skilum á sama tíma úr glugganum Vöruskilapöntun sölu. Einnig er hægt að stofna öll fylgiskjöl sérstaklega, þar með talið skiptiinnkaupapantanir, vöruskilapantanir, og sölupantanir.
  • Hægt er að nota eftirfarandi valkosti fyrir vörur sem hafa verið mótteknar en ekki enn reikningsfærðar:

    • Það gæti komið fyrir að skila þurfi mörgum vörum sem aðrar vöruskilapantanir innkaupa eiga við um til lánardrottins. Þegar vörur hafa verið afhentar og áður en þær eru reikningsfærðar er hægt að nota aðgerðina Sækja skilaafhend.línur til að stofna innkaupakreditreikning fyrir allar afhentar vörur.
    • Ef vöruskilapöntun hefur verið afhent en vörunni er síðan hafnað þarf að stofna innkaupareikning til leiðréttingar til að ljúka við vöruskilapöntunina.
Ábending

Sjá einnig