Venjulega eru innkaupakreditreikningar afhentir þegar vöru er skilað til lánardrottins, en einnig berast þeir stundum sem bætur, s.s. innkaupauppbót. Þar að auki er hægt að nota kreditreikning til að leiðrétta rangan innkaupareikning.
Þegar kreditnótan er bókuð stofnar Microsoft Dynamics NAV bókaða kreditnótu. Hafi verið merkt í reitinn Vöruskilaafhending á kreditreikningi er bókuð vöruskilafhending einnig stofnuð við bókunina.
Í kreditreikningnum er hægt að afrita allar tegundir innkaupaskjala, beiðna, pantana, reikninga, móttöku og endursendra afhendinga.
Ef reikningsfærslueiginleikar eru notaðir er það góð hugmynd að nota líka innkaupakreditreikninga. Með þeim er auðveldara að hafa umsjón með gjaldföllnum greiðslum.
Innkaupakreditreikningur búinn til.
Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupakreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Kreditreikningur innkaupa á flipanum Heim í flokknum Nýtt veljið Nýtt.
Á Innkaupakreditreikningsspjaldinu er fyllt út í reitinn Nr. Í reitinn Nr. afh.aðila er fært inn númer lánardrottinsins sem vörum var skilað til.
Eigi að bóka kreditreikninginn á annan lánardrottin en þann sem er tilgreindur á flýtiflipanum Almennt er númer þess lánardrottins ritað í reitinn Greiðist lánardr. nr. á flýtiflipanum Reikningsfæra.
Bókunardagsetningin er færð inn í reitinn Bókunardags.
Í reitinn Kr.reikn.nr. lánardr. er fært inn númerið sem lánardrottininn notar fyrir kreditreikninginn sem verið er að búa til.
Ef innkaupakreditreikningurinn er jafnaður reikningi sem hefur þegar verið bókaður er fyllt út í reitinn Tegund jöfnunar og reitinn Jöfnunarnúmer á flýtiflipanum Jöfnun.
Í kreditreikningslínurnar eru færðar inn upplýsingar um vörurnar sem hefur verið skilað. Hægt er annað hvort að fylla inn í línurnar handvirkt eða, ef afrita á upplýsingar úr öðrum fylgiskjölum, eru til tveir valkostir til að fylla í línurnar sljálfkrafa:
-
Hægt er að nota keyrsluna Afrita fylgiskjal til að afrita fyrirliggjandi fylgiskjal í kreditreikning. Þessi aðgerð er notuð til að afrita allt fylgiskjalið. Það er annað hvort bókað fylgiskjal eða fylgiskjal sem hefur ekki enn verið bókað. Þessi aðgerð bakfærir einungis kostnað nákvæmlega þegar nákvæm bakfærsla kostnaðar er sett upp skyldubundið í Innkaupagrunni.
-
Hægt er að nota aðgerðina Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra til að afrita eina eða fleiri bókaðar fylgiskjalalínur úr einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum í nýtt fylgiskjal kreditreikningsins. Tilgangur þessarar aðgerðar er að gera notanda kleift að bakfæra kostnað nákvæmlega frá bókuðu fylgiskjalalínunni. Þessi aðgerð bakfærir alltaf nákvæmlega kostnaðinn frá bókuðu fylgiskjalalínunni, óháð því hvort nákvæm bakfærsla kostnaðar er sett upp sem krafa í innkaupagrunninum.
Þegar önnur hvor þessara aðgerða er notuð og, í tilfelli keyrslunnar Afrita skjal, einnig þarf að setja upp nákvæma bakfærslu kostnaðar sem skyldubundna í innkaupagrunni eru upprunalegu birgðafærslurnar í reitnum Jafna birgðafærslu tengdar til þess að tryggja að kostnaðurinn sé afritaður úr upprunalega bókaða fylgiskjalinu.
Ef línan er með vörurakningu getur Microsoft Dynamics NAV ekki útvegað nákvæma bakfærslu kostnaðar vegna þess að frátekning er ekki í boði í innkaupakreditreikningsskjalinu. Hægt er að nota vöruskilapöntun innkaupa fyrir nákvæma bakfærslu kostnaðar af vöruraktri línu.
-
Hægt er að nota keyrsluna Afrita fylgiskjal til að afrita fyrirliggjandi fylgiskjal í kreditreikning. Þessi aðgerð er notuð til að afrita allt fylgiskjalið. Það er annað hvort bókað fylgiskjal eða fylgiskjal sem hefur ekki enn verið bókað. Þessi aðgerð bakfærir einungis kostnað nákvæmlega þegar nákvæm bakfærsla kostnaðar er sett upp skyldubundið í Innkaupagrunni.
Ef kreditreikningurinn er jafnaður sérstökum bókuðum reikningi er hægt að opna þann reikning í glugganum Bókaðir innkaupareikningar.
Ef lánardrottinn er einnig skráður sem tengiliður í Sala og markaðssetning og ef kóti samskiptasniðmáts fyrir innkaupakreditreikninga hefur verið skilgreindur í glugganum Tengslastjórnunargrunnur þegar Prenta er valið til að prenta kreditreikning eru samskipti skráð sjálfkrafa í töfluna Samskiptaskráningarfærsla.
Til athugunar |
---|
Nákvæm bakfærsla kostnaðar í vörurakningarlínum er ekki í boði í fylgiskjölum í Innkaupakreditreikningur. Ef á að nota nákvæma bakfærslu kostnaðar með vörurakningarlínum, á að nota fylgiskjölin Innkaupapöntun eða Vöruskilapöntun innkaupa í staðinn. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |