Hægt er að færa inn vörugjöld eins og flutnings- eða afgreiðslugjöld og tengja þau við vörurnar sem þau tengjast.
Hægt er að færa vörugjaldið inn í kerfið á sérstökum reikning eða á innkaupaskjalinu þar sem vörurnar sem kostnaðurinn tengist eru birtar. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að færa vörugjöld inn á sérstaka innkaupareikninga og Hvernig á að færa inn Vörugjöld í upprunalegt innkaupaskjal, í þeirri röð. Eftirfarandi aðferð notast við innkaupapöntun sem dæmi, en sama aðferðin á við önnur innkaupaskjöl
Ef tengja á vörugjald við vörur sem þegar hafa verið bókaðar sem endursendar afhendingar, þ.e.a.s. vörur sem hefur verið skilað til lánardrottins þá verður að nota aðgerðina Sækja línur fyrir endursendar afhendingar.
Línur fyrir endursenda afhendingu sóttar fyrir kostnaðarauka:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Innkaupaskjalið sem á að úthluta kostnaðaraukanum í er opnað. Línan með kostnaðaraukanum er valin.
Á flýtiflipanum Línur er smellt á Aðgerðir og síðan smellt á Lína og Skipting kostnaðarauka valin. Glugginn Skipting kostnaðarauka (innk.) opnast.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Sækja skilaafhendingarlínur.
Glugginn Skilaafhendingarlínur opnast og birtir lista yfir allar bókaðar skilaafhendingarlínur.
Veljið línuna eða línurnar sem eiga að fá kostnaðarauka og veljið því næst hnappinn Í lagi.
Í glugganum Skipting kostnaðarauka (innk.) veljið hnappinn Í lagi til að úthluta kostnaðarauka til að innkaupaskjals.
Áður en kostnaðaraukanum er úthlutað er hægt að nota aðgerðina til að leggja til úthlutun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að leggja til kostnaðarauka í innkaupaskjölum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að úthluta vörugjöld á innkaupaskjölHvernig á að sækja Móttökulínur fyrir kostnaðarauka
Hvernig á að sækja Millifærslumóttökulínur fyrir kostnaðarauka
Hvernig á að leggja til kostnaðarauka í innkaupaskjölum