Ef til vill er rétt að krefja viðskiptamann um endurkaupagjald til að standa straum af kostnaði við vöruskil. Þetta getur til dæmis verið hentugt ef viðskiptamaður hefur fyrir mistök pantað ranga vöru eða hætt við pöntun eftir móttöku vörunnar sem honum var seld.
Búið er að senda vöruna til viðskiptamanns.
Stofnað endurkaupagjald
Í reitnum Leita skal færa inn Vöruskilapantanir sölu og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Stofnuð söluskilapöntun fyrir viðskiptamann.
Á flýtiflipanum Línur skal færa inn línu vegna skilavörunnar. Í reitnum Tegund er valinn Kostnaðarauki (Vöru).
Í reitnum Nr veljið viðeigandi gildi.
Reiturinn Magn er fylltur út.
Í reitnum Ein.verð er færð inn neikvæð tala sem svarar til endurkaupagjalds.
Á flýtiflipanum Línur er smellt á Aðgerðir og síðan smellt á Lína og Skipting kostnaðarauka valin.
Glugginn Skipting kostnaðarauka (Sala) opnast.Í reitnum Magn til úthlutunar er fært inn sama magn og var fært í reitinn Magn á viðkomandi söluskilapöntun.
Þegar söluskilapöntunin er bókuð er endurkaupagjaldi bætt við viðkomandi upphæð sölufærslu. Þannig liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um vöruna.
Ábending |
---|
Einnig má velja Fjárhagur í reitnum Tegund og færa inn neikvæða færslu fyrir línuna með því að bæta inn neikvæðri upphæð í reitinn Magn. Þá er endurkaupagjaldið bókað beint í viðkomandi Fjárhag. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |