Ef rangar vörur berast frá lánardrottni t.d. ef þær eru eitthvað skemmdar, í röngum lit eða af rangri stærð er hugsanlegt að lánardrottininn bjóði innkaupauppbót.

Hægt er að bóka þetta lægra innkaupaverð sem kostnaðarauka á kreditreikningi eða vöruskilapöntun og tengja það bókuðu móttökunni.

Eftirfarandi skref lýsa því hvernig bóka á innkaupaheimild úr innkaupakreditreikningi en nota má sömu skref til að bóka vöruskilapöntun innkaupa.

Til athugunar
Mælt er með að prentuð sé prófunarskýrsla áður en kreditreikningurinn er bókaður.

Innkaupaheimild stofnuð:

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupakreditreikningar og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.

  3. Upplýsingar um lánardrottininn sem sendi innkaupauppbótina eru færðar í kreditreikningshausinn.

  4. Á fyrstu innkaupalínunni í reitnum Tegund skal velja reitinn og velja Gjald (vara).

  5. Í reitinn Nr. er valið viðeigandi vörugjaldsnúmer.

    Gott gæti verið að stofna sérstakt vörugjaldsnúmer fyrir innkaupauppbætur.

  6. Fært er inn 1 í reitinn Magn.

  7. Í reitinn Innk.verð er upphæð innkaupauppbótarinnar færð inn.

  8. Innkaupauppbótinni er úthlutað sem vörugjaldi á vörurnar í bókuðu móttökunni. Þegar uppbótinni hefur verið úthlutað er snúið aftur í gluggann Kreditreikningur.

Innkaupaheimild bókuð:

  1. Í glugganum Innkaupakreditreikningur í flipanum Heim í flokknum Ferli veljið Bóka.

    Ef á að prenta kreditreikninginn um leið og bókað er, skal velja Bóka og prenta í staðinn.

  2. Veldu hnappinn eða ef verið er að bóka vöruskilapöntun skal velja Afhenda og reikningsfæra og veldu Í lagi.

Til athugunar
Þegar verknúmer er fært inn í reitinn Verk nr. á innkaupalínu með vöru er birgðafærsla ekki stofnuð. Aðeins verkfærsla er stofnuð þegar skjalið er bókað.

Ábending

Sjá einnig