Opnið gluggann Stofna skjöl tengd vöruskilum.

Kerfið býður upp á aðgerðina Stofna fylgiskjöl tengd vöruskilum sem gerir stofnun allra viðeigandi fylgiskjala sjálfvirka (sölupantanir skiptivara, vöruskilapantanir innkaupa og innkaupapöntun skiptivöru). Þessa aðgerð er hægt að nota til dæmis þegar vinna á með vöru í ábyrgð frá lánardrottnum. Í glugganum Vöruskilapöntun sölu er hægt að stofna sölupöntun skiptivöru og, þegar farið er fram á skil til lánardrottins, vöruskilapöntun innkaupa og innkaupapöntun skiptivöru.

Til að stofna vöruskilatengd fylgiskjöl úr söluvöruskilapöntun:

  1. Stofnuð söluskilapöntun fyrir viðskiptamann.

    Þegar vöru hefur verið skilað til viðgerða þarf að tilgreina hvernig á að verðmeta birgðir.

    Ef vara á að fara í viðgerð hjá lánardrottni (framleiðanda) heldur viðskiptamaður eignarhaldi á vörunni á meðan viðgerð stendur yfir. Í tilvikum sem þessum þarf að undanskilja virði vörunnar frá birgðavirðinu. Til að gera þetta þarf að framkvæma öll viðskipti með vöruna (móttaka hjá fyrirtæki, afhending til framleiðanda, endurmóttaka frá framleiðanda og skil til viðskiptamanns) með núll í kostnaðarverði og einingarverði.

    Með því að setja núll-upphæð handvirkt í reitina Ein.verð (SGM) og Ein.verð án VSK í söluvöruskilalínurnar er hægt að nota aðgerðina Ástæða vöruskila til að gera vinnslu sjálfvirka.

  2. Smellt er á Aðgerðir, Aðgerðir og Stofna fylgiskjöl tengd vöruskilum er valið.

    Í glugganum Stofna fylgiskjöl tengd vöruskilum er hægt að velja hvaða fylgiskjöl kerfið á að stofna fyrir næstu skref í vöruskilum. Til dæmis gæti þurft að stofna vöruskilapöntun innkaupa en ekki innkaupapöntun eða sölupöntun. Kerfið gerir notanda kleift að velja hvaða fylgiskjöl á að stofna og gerir stofnun þeirra svo sjálfvirk. Einnig er hægt að velja valkost fyrir stofnun vöruskilapöntunar innkaupa og innkaupapöntunar ef skila á vörunum til lánardrottins og taka svo á móti þeim, sem og stofnun sölupöntunar skiptivöru.

  3. Í reitnum Nr. lánardrottins. er fært inn númer lánardrottins eða lánardrottinn valinn úr lista yfir lánardrottna. Til að stofna fylgiskjöl tengd lánardrottni þarf að tilgreina númer lánardrottins.

  4. Ef skila þarf vöru til lánardrottins er gátmerkið Stofna innk.vörusk.pönt. valið.

  5. Ef panta þarf vöru frá lánardrottni er gátmerkið Stofna innkaupapöntun valið.

  6. Ef stofna þarf sölupöntun skiptivöru er gátmerkið Stofna sölupöntun valið.

Ábending

Sjá einnig