Ef til vill á að bjóða viðskiptamanni bætur með því að leyfa honum að skila seldri vöru gegn söluskilapöntun. Þegar söluskilapöntunin er reikningsfærð er gott að endurmeta vöruna á einingarverði sem tengist upphaflegu sölufærslunni með því að úthluta nákvæmum kostnaði í bakfærsluna. Sjálfgefið er að skilavara er metin í samræmi við gildandi einingarverð.
Til eru tvær aðgerðir til að úthluta bakfærslu kostnaðar sjálfkrafa.
Virkni | Lýsing |
---|---|
Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra | Afritar línur úr einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum sem á að bakfæra. |
Afrita skjal | Afritar bæði haus og línur af einu bókuðu fylgiskjali sem á að bakfæra. Krefst þess að gátreiturinn Nákvæmar kostnaðarbakfærslur áskildar sé valinn í glugganum Sölugrunnur. |
Handvirkt úthlutun bakfærslu nákvæms kostnaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Vöruskilapantanir sölu og velja síðan viðkomandi tengi.
Færið inn línu vegna skilavörunnar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Vöruskilapantanir sölu.
Velja reitinn Jafna frá birgðafærslu og velja síðan númer upphaflega sölufærslunúmersins.
Það tengir söluskilapöntunina við upphaflega sölupöntun og tryggir að varan er metin út frá upphaflegu einingarverði.
Sjálfvirk úthlutun bakfærslu nákvæms kostnaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Vöruskilapantanir sölu og velja síðan viðkomandi tengi.
Færið inn línu vegna skilavörunnar. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Vöruskilapantanir sölu.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna skal velja Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra.
Í glugganum Bókaðar fylgiskjalalínur sölu veljið línu eða línur sem ætlunin er að bakfæra og veljið svo hnappinn Í lagi.
Valin lína eða línur eru settar inn undir söluvöruskilapöntunarlínunni. Svæðið Jafna frá birgðafærslu í línunum er fyllt út með númeri bakfærðrar birgðafærslu.
Til athugunar |
---|
Ef línan inniheldur vörurakningu er fyllt út í reitinn Jafna frá birgðafærslu í viðkomandi línu í glugganum Vörurakningarlínur en ekki í söluskilalínunni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |