Hafi náðst samkomulag við lánadrottin um að skila keyptri vöru sem kaupandi er ekki ánægður með, stofnar kaupandi vöruskilapöntun innkaupa til að skrá skilin.
Eftirfarandi ferli lýsir hvernig stofna á vöruskilapöntun, allt frá því er varan er afhent
Innkaupaskilapöntun stofnuð
Í reitinn Leit skal færa inn Vöruskilapöntun innkaupa og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Reiturinn Nr. er hafður auður til að færa sjálfkrafa inn næsta númer úr sjálfgefinni númeraröð. Að öðrum kosti skal velja reitinn til að velja úr annarri röð.
Í reitinn Númer afh.aðila er fært inn númer lánadrottinsins sem varan var upprunalega keypt frá.
Flýtiflipinn Almennt og allir aðrir flýtiflipar eru nú fylltir út með höfuðgögnum af lánardrottnaspjaldinu.
Fyllt er út í reitinn Nr. heimildar lánardrottins ef búið er að fá leyfi fyrir vöruskilum frá lánardrottni.
Fylla út línurnar handvirkt, eða nota eina af eftirfarandi aðgerðum til að afrita upplýsingar úr öðrum fylgiskjölum.
Virkni Lýsing Sækja bókaðar fylgiskjalalínur til að bakfæra
Afritar línur úr einu eða fleiri bókuðum fylgiskjölum sem á að bakfæra.
Afrita skjal
Afritar bæði haus og línur af einu bókuðu eða opnu fylgiskjali sem á að bakfæra.
Krefst þess að gátreiturinn Nákvæmar kostnaðarbakfærslur áskildar sé valinn í glugganum Innkaupagrunnur.
Þegar vöruskilapöntun innkaupa er bókuð verður til tengill gegnum reitinn Jafna á birgðafærslu við upprunalegu birgðahöfuðbókarfærsluna til að tryggja að kostnaðurinn sé afritaður úr innkaupapöntuninni sem upprunalega var bókuð.
Velja reitinn Ástæðukóti vöruskila til að velja viðeigandi kóta til að lýsa ástæðu þess að skila vörunni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |