Þegar þjónustupöntun hefur verið búin til, allar upplýsingar færðar inn og breytingar gerðar er hægt að bóka þjónustupöntunina. Í pöntuninni þarf að vera að minnsta kosti ein þjónustuvörulína og ein þjónustulína áður en hægt er að bóka þjónustupöntunina. Ef pöntunin inniheldur meira en eina þjónustulínu mun forritið bóka allar línurnar í einu.
Þjónustupantanir bókaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Opna skal viðeigandi þjónustupöntun.
Í glugganum Þjónustupöntun á flipanum Aðgerðir í Bókun skal velja eina af eftirfarandi aðgerðum.
Virkni Niðurstaða Prófunarskýrsla
Kannar alla hluta skjalsins og birtir niðurstöðuna í skýrslu. Ef í skýrslunni koma fram villur eða ef upplýsingar vantar verður að laga það. Síðan er hægt að prenta nýja prófunarskýrslu.
Bóka
Bókar pöntunina án þess að prenta afhendingu eða reikning.
Bóka og prenta
Bókar pöntunina og prentar afhendingu (ef pöntunin er afhent án þess að hún sé reikningsfærð) eða reikning (ef pöntunin er reikningsfærð).
Fjöldabóka
Bókar margar þjónustupantanir í einu í eitt skipti.
Þegar pöntunin er bókuð opnast gluggi þar sem tilgreina verður einn af eftirfarandi valkostum um hvernig skal bóka pöntunina.
Bókunarvalkostur Niðurstaða Afhenda
Bókar afhendingu varanna.
Reikningur
Reikningsfærir vörur sem þegar hafa verið afhentar.
Afhenda og reikningsfæra
Vörurnar eru afhentar og reikningsfærðar.
Afhenda og nota
Bókar afhendingu og notkun pöntunarinnar. Það uppfærir viðeigandi magn í þjónustulínum pöntunarinnar og í þjónustuafhendingarskjali sem þegar var bókað.
Gluggi birtist sem sýnir stöðu bókunarferlisins.
Aðeins er hægt að bóka notkun ef eitthvað afhent, óreikningsfært og ónotað magn er í línunni.
Þegar pöntun er bókuð býr forritið til samsvarandi fjárhagsfærslu og bókuð fylgiskjöl. Viðeigandi reitir eru uppfærðir í þjónustupöntunarskjalinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Verkhlutar
Hvernig á að fjöldabóka ÞjónustupantanirHvernig á að bóka Þjónustulínur
Hvernig á að undirbúa þjónustulínuvörur fyrir vöruhúsaafgreiðslu
Hvernig á að bóka afhendingar úr þjónustupöntunum
Hvernig á að bóka Bóka reikninga úr þjónustupöntunum
Hvernig á að bóka notkun úr þjónustupöntun
Hvernig á að prófa Þjónustupantanir fyrir bókun
Hvernig á að Reikningsfæra Þjónustusamninga
Hvernig á að prenta prófunarskýrslu áður en þjónustuskjöl eru bókuð