Ef nauðsynlegt er að vinna með þjónustubeiðni í umtalsverðan tíma án þess að bóka hana, gæti komið til greina að bóka sumar af þjónustulínunum sem tengdar eru við hana til þess að uppfæra birgðir, svo dæmi sé nefnt. Hægt er að bóka með því að tiltaka viðeigandi magn á línum sem á að bóka. Einnig er hægt að bóka eina og eina línu eða velja nokkrar línur í senn.
Eftirfarandi ferli lýsir bókun afhendingar beint úr þjónustupöntun í birgðageymslum án þess að meðhöndlun vöruhúss hafi verið sett upp. Ef birgðageymslan er sett upp þannig að hún krefjist vöruhúsaafgreiðslu fer bókun afhendingar fram í öðru vöruhúsaskjali, eftir birgðageymsluuppsetningu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að undirbúa þjónustulínuvörur fyrir vöruhúsaafgreiðslu.
Þjónustulínur bókaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Opna skal viðeigandi þjónustupöntun.
Veljið þjónustulínuna sem á að bóka. Velja Aðgerðir, velja Röð og smella síðan á Þjónustulínur. Glugginn Þjónustulínur opnast.
Á línu/m sem ætlunin er að bóka á að fylla út reitina Magn til afhendingar, Magn til reikningsf. eða Magn til notkunar, háð því hvernig ætlunin er að bóka línu/ur.
Línur sem á að bóka eru valdar. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka. Gluggi birtist þar sem velja þarf einn af eftirfarandi valkostum.
Bókunarvalkostur Niðurstaða Afhenda
Bókar afhendingu varanna, forðastundir eða kostnað í línuna. Það býr til skjal fyrir bókaða þjónustuafhendingu ásamt tilheyrandi fjárhagsfærslum.
Reikningur
Reikningsfærir vörur, forða eða kostnað fyrir það sem þegar hefur verið afhent. Það býr til bókað þjónustuskjal ásamt tilheyrandi fjárhagsfærslum.
Afhenda og reikningsfæra
Reikningsfærir og afhendir vörur; forða eða kostnað á línur. Það býr til bókaða þjónustuafhendingu og bókaðan þjónustureikning.
Afhenda og nota
Bókar afhendingu og notkun pöntunarinnar. Það uppfærir viðeigandi magn í gildandi þjónustulínu pöntunarinnar og þjónustuafhendingarskjal sem áður var búið til fyrir línuna.
Aðeins er hægt að bóka notkun ef eitthvað afhent, óreikningsfært og ónotað magn er í línunni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum
Verkhlutar
Hvernig á að bóka ÞjónustupantanirHvernig á að bóka afhendingar úr þjónustupöntunum
Hvernig á að bóka Bóka reikninga úr þjónustupöntunum
Hvernig á að bóka notkun úr þjónustupöntun