Ef búið er að setja upp margar þjónustupantanir kemur sér vel að bóka þær í fjöldabókun. Hægt er að bóka þær á hvaða tíma sem hentar.
Þjónustupantanir fjöldabókaðar:
Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Fjöldabókun. Keyrslubeiðnaglugginn Keyra bókaðar þjónustupantanir opnast.
Þegar keyrslan Fjöldabóka þjónustupantanir er notuð skiptir ekki máli hvaða pöntun er unnið út frá.
Hægt er að stilla afmörkun til að velja ákveðin pöntunarnúmer eða röð af pöntunarnúmerum fyrir keyrsluna.
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |