Eftirfarandi aðferð lýsir hvernig á að bóka vörur, forðastundir og/eða kostnað sem fallið hefur til fyrir tilgreinda þjónustuaðgerð sem ekki á að reikningsfæra á viðskiptamann. Ekki er hægt að bóka notkun áður en afhending er bókuð og ekki er hægt að bóka notkun fyrir línur þar sem allt afhent magn hefur þegar verið reikningsfært. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að bóka notaðar vörur, stundir eða kostnað í bókaðri afhendingu sem ekki hefur bókaða reikninga eða notkun.

Að bóka notkun úr þjónustupöntun:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna skal þjónustupöntunina sem bóka á notkun fyrir.

  3. Á flýtiflipanum Línur skal velja þjónustuvöru. Velja AðgerðirAction Menu icon, velja Röð og smella síðan á Þjónustulínur.

  4. Í glugganum Þjónustulínur eru færslurnar sem þörf er á valdar og tilgreint í reitnum Magn til notkunar magnið sem á að bóka notkun fyrir. Magnið má ekki vera meira en magnið sem þegar hefur verið afhent og það eftirstandandi magn sem ekki er reikningsfært eftir hlutabókun þessarar afhendingar.

    Til athugunar
    Til þess að láta forritið skrá notkun í sambandi við verk, eru reitirnir Verk nr., Nr. verkhluta verks og Verklínutegund fylltir út í þjónustulínunni.

  5. Valdar eru línurnar sem á að bóka og á flipanum Aðgerðir, í flokknum Bókun, er Bóka valið. Í glugganum sem opnast skal velja Afhenda og nota.

Þjónustan er bókuð sem notuð ýmist að hluta eða að fulla, eftir gildinu í reitnum Magn til notkunar, og viðeigandi færslubókarfærslur eru búnar til. Þar að auki eru bókuð þjónustuafhendingarfylgiskjöl uppfærð í réttri tímaröð og með notuðu magni. Magnið sem við á verður jafnframt uppfært í þjónustulínum pöntunarinnar.

Ábending

Sjá einnig