Hægt er að reikningsfæra samninga reglubundið. Reikningstímabil samnings ræður tíðni reikningsfærslu.
Þjónustusamningar reikningsfærðir:
Í reitnum Leita skal færa inn Stofna samningsreikninga og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flýtiflipanum Haus þjónustusamnings eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.
Á flýtiflipanum Valkostir í reitnum Bókunardags. er færð inn dagsetningin sem á að nota sem bókunardagsetningu á þjónustureikningum.
Í reitnum Reikningsfæra til dags. er færð inn dagsetningin sem á að reikningsfæra samninga til. Í keyrslunni verða samningar með næstu dags. reiknings að þessari dagsetningu.
Í reitnum Aðgerð er valið Stofna reikninga.
Velja hnappinn Í lagi til að stofna þjónustureikningana.
Einnig er hægt að reikningsfæra þjónustusamning beint úr glugganum Þjónustusamningur ef næsta reikningsdags. samningsins er á undan vinnudagsetningunni.
Til að reikningsfæra þjónustusamning úr glugganum Þjónustusamningur
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningar og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið og opnið þjónustusamninginn sem á að reikningsfæra.
Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Stofna þjónustureikninga. Svargluggi birtist og spurt er hvort stofna eigi reikning fyrir samninginn. Velja hnappinn Já til að staðfesta.
Til athugunar |
---|
Ekki er hægt að stofna þjónustureikninga fyrir þjónustusamning þegar gildið í reitnum Breyta stöðu er Opið. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |