Hægt er að reikningsfæra samninga reglubundið. Reikningstímabil samnings ræður tíðni reikningsfærslu.

Þjónustusamningar reikningsfærðir:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Stofna samningsreikninga og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flýtiflipanum Haus þjónustusamnings eru færðar inn afmarkanirnar sem á að nota.

  3. Á flýtiflipanum Valkostir í reitnum Bókunardags. er færð inn dagsetningin sem á að nota sem bókunardagsetningu á þjónustureikningum.

  4. Í reitnum Reikningsfæra til dags. er færð inn dagsetningin sem á að reikningsfæra samninga til. Í keyrslunni verða samningar með næstu dags. reiknings að þessari dagsetningu.

  5. Í reitnum Aðgerð er valið Stofna reikninga.

  6. Velja hnappinn Í lagi til að stofna þjónustureikningana.

Einnig er hægt að reikningsfæra þjónustusamning beint úr glugganum Þjónustusamningur ef næsta reikningsdags. samningsins er á undan vinnudagsetningunni.

Til að reikningsfæra þjónustusamning úr glugganum Þjónustusamningur

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið og opnið þjónustusamninginn sem á að reikningsfæra.

  3. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Stofna þjónustureikninga. Svargluggi birtist og spurt er hvort stofna eigi reikning fyrir samninginn. Velja hnappinn til að staðfesta.

Til athugunar
Ekki er hægt að stofna þjónustureikninga fyrir þjónustusamning þegar gildið í reitnum Breyta stöðu er Opið.

Ábending

Sjá einnig