Þegar sundurliðun þjónustu hefur verið tilgreind er hægt að stilla og bóka magn notaðra vara, stunda sem eytt hefur verið kostnaðar sem fram er kominn. Microsoft Dynamics NAV gerir í framhaldi af því nauðsynlegar breytingar sem gefa til kynna nýja birgðastöðu og gildandi stöðu þeirrar pöntunar sem er í vinnslu hverju sinni.
Eftirfarandi ferli sýnir hvernig eigi að bóka afhendingu þjónustulínuvara í birgðageymslum sem eru ekki settar upp þannig að þær krefjist meðhöndlunar vöruhúss.
Bókun afhendinga úr þjónustupöntunum:
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustupöntun og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum fyrir völdu þjónustupöntunina er smellt á Aðgerðir, Pöntun, Þjónustulínur.
Í glugganum Þjónustulínur er leitað að færslunum sem þörf er á og þvínæst er magn til bókunar í reitnum Magn til afhendingar.
Til athugunar Gildið fyrir magn til afhendingar veltur á því hvort ætlunin er að bóka afhendingu að hluta til eða til fulls. Ef afhending til fulls er valin verður gildið í reitnum Magn til afhendingar að vera hið sama og gildið í reitnum Magn. Ef afhending að hluta er bókuð verður að tilgreina magnið sem ætlunin var að afhenda í byrjun. Hafi hluti þjónustunnar þegar verið afhentur verður að skrá gildið í reitnum Afhent magn. Hámarksmagn sem hægt er að færa inn í reitinn Magn til afhendingar er fjöldi eininga sem á eftir að afhenda. Smellt er á Aðgerðir, Bókun, Bóka. Í glugganum sem birtist skal velja Afhenda.
Forritið stofnar viðeigandi fjárhagsfærslur (í ábyrgðarhöfuðbók, birgðahöfuðbók, þjónustuhöfuðbók, fjárhag) í gagnagrunninum. Einnig framleiðir forritið bókað þjónustuafhendingarfylgiskjal og uppfærir viðkomandi reiti í þjónustulínum þjónustupöntunarinnar.
Ef birgðageymslan er sett upp þannig að hún krefjist vöruhúsaafgreiðslu virka afhending og færsla þjónustulínuvara á sama hátt og í öðrum upprunaskjölum. Eini munurinn er sá að hægt er að nota þjónustulínuvörurnar við ytri eða innri vinnslu og þær krefjast því tvenns konar mismunandi afhendingarvirkni. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að undirbúa þjónustulínuvörur fyrir vöruhúsaafgreiðslu.
Upplýsingar um afhendingu þjónustulínuvara með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum eru í Hvernig á að tína vörur fyrir vöruhúsaafhendingu. Upplýsingar um færslu þjónustulínuvara með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum eru í Hvernig á að færa vörur með ítarlegum vöruhúsaaðgerðum. Um almennar vöruhúsaaðgerðir, sjá Hvernig á að færa íhluti á aðgerðasvæði með einföldum vöruhúsaaðgerðum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |