Opnið gluggann Skilgreining gagnaskipta.
Tilgreinir gagnaskiptaskilgreiningu sem stofnuð er með gagnaskiptaumgjörð og gerir notendum kleift að skiptast á gögnum, t.d. senda og taka við rafrænum skjölum eða flytja inn og út bankaskrár.
Í glugganum Skilgreining gagnaskipta skal lýsa sniði lína og dálka í gagnaskránni. Í glugganum Vörpun reita skal tilgreina hvaða dálkar eða gagnastök í skránni varpast í hvaða reiti í Microsoft Dynamics NAV Þegar slík skilgreining gagnaskipta er stofnuð og virkjuð innan rammans geta notendur valið tengt skráarsnið til að hefja útflutning eða innflutning á viðkomandi gögnum. Frekari upplýsingar eru í Gagnaskipti.
Til athugunar |
---|
Ef gagnaskrá er á XML-sniði ætti að túlka hugtakið dálkur í þessu efnisatriði sem XML-einingu sem inniheldur gögn. |
Almennt Flýtiflipi:
Tilgreinir nafn og tegund skilgreiningar gagnaskipta og almennar upplýsingar um snið skrárinnar.
Flýtiflipinn Línuskilgreiningar
Lýsir framsetningu á línum í skránni sem innihalda dálka með gögnum sem á að gagnaskipta.
Veljið hnappinn Vörpun reita til að tilgreina í glugganum Vörpun reita hvernig hver dálkur í skrá varpast á reit í töflu í Microsoft Dynamics NAV
Þegar stofnuð er ný lína er líka hægt að slá inn bendil að nafnabilinu til að fullgilda skiptikerfi gagnanna.
Flýtiflipinn Dálkskilgreiningar
Lýsir framsetningu á dálkum í skránni sem innihalda gögn sem á að gagnaskipta.
Stofna þarf línu á þessum flýtiflipa fyrir hvern dálk í skránni sem á að varpa á reit í Microsoft Dynamics NAV með því að velja dálkinn í glugganum Vörpun reita.
Notið aðgerðina Sækja skipulag skjals til að fylla fyrirfram út í línur samkvæmt skipulagningu gagnaskrár. Nánari upplýsingar er að finna í Sækja skráaskipan og Hvernig á að nota XML-skema til að undirbúa skilgreiningar gagnaskipta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Um gagnaskiptaramma
Reitarvörpum við innflutning SEPA CAMT skráa
Hvernig á að nota XML-skema til að undirbúa skilgreiningar gagnaskipta
Hvernig á að flytja inn bankayfirlit
Hvernig á að: Flytja út greiðslur í bankaskrá
Gagnaskipti
Viðskiptavirkni