Hægt er að flytja inn rafræn bankayfirlit úr bankafærsla til að fylla Microsoft Dynamics NAV með gögnum um raunbankafærslur.

Bankar nota mismunandi skráarsnið, svo tilgreina verður snið bankayfirlits í reitnum Innflutningssnið bankayfirlits í glugganum Bankareikningsspjald.

Til athugunar
Ef þú notar umreikningsþjónusta fyrir bankagögn til að umreikna bankayfirlitsskrár á viðkomandi snið þarftu fyrst að virkja valkostinn með því að fylla út reitina í glugganum Þjónustugrunnur bankagagnaumreiknings. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp umreikningsþjónustu fyrir bankagögn.

Mælt er með því að bankayfirlitsskrár fari ekki yfir 1.000 línur þar sem vinnslutími umreikningsþjónusta bankagagna kann þá að aukast til muna.

Hægt er að flytja inn bankayfirlitsskrár við eftirfarandi aðstæður:

Til að flytja inn bankafærslur í gluggann Greiðsluafstemmingarbók

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Greiðsluafstemmingarbækur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Til að vinna í nýrri greiðsluafstemmingarbók, á flipanum Heim í hópnum Nýr velurðu Ný færslubók eða Flytja inn bankayfirlit.

  3. Í glugganum Yfirlit greiðslubankareiknings skal velja bankareikning sem á að stemma af greiðslur fyrir og velja svo Í lagi.

    Greiðsluafstemmingarbók glugginn opnast undirbúinn fyrir valda bankareikninginn.

  4. Á flipanum Heim, í flokknum Jöfnun, skal velja Flytja inn bankayfirlit.

    Ef bankareikningurinn fyrir valda færslubók er ekki settur upp til að flytja inn bankayfirlit opnast svargluggi sem aðstoðar við að fylla út í viðeigandi reiti. Frekari upplýsingar eru í Innflutningssnið bankayfirlits.

  5. Í glugganum Velja skrá til að flytja inn skal velja skrána sem inniheldur bankafærslurnar fyrir greiðslurnar sem á að stemma af og velja svo Opna.

Þá er hægt að fara yfir sjálfvirkar greiðslujafnanir sjálfkrafa eða handvirkt. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun og Hvernig á að endurskoða eða jafna greiðslur eftir sjálfvirka jöfnun.

Til að flytja bankayfirlit inn í gluggann Afstemming bankareikninga

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Bankareikningsafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Bankareikn.afstemming í flipanum Heim í flokknum Banki veljið Flytja inn bankayfirlit.

  3. Veldu bankayfirlitsskrána og smelltu svo á Opna.

    Línur bankayfirlitsins eru færðar inn á vinstra svæði gluggans Bankareikn.afstemming.

Nú er hægt að halda áfram og jafna bankfærslur sjálfvirkt eða handvirkt til að stemma bankareikninginn af. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur.

Ábending

Sjá einnig