Hægt er að flytja inn rafræn bankayfirlit úr bankafærsla til að fylla Microsoft Dynamics NAV með gögnum um raunbankafærslur.
Bankar nota mismunandi skráarsnið, svo tilgreina verður snið bankayfirlits í reitnum Innflutningssnið bankayfirlits í glugganum Bankareikningsspjald.
Til athugunar |
---|
Ef þú notar umreikningsþjónusta fyrir bankagögn til að umreikna bankayfirlitsskrár á viðkomandi snið þarftu fyrst að virkja valkostinn með því að fylla út reitina í glugganum Þjónustugrunnur bankagagnaumreiknings. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp umreikningsþjónustu fyrir bankagögn. Mælt er með því að bankayfirlitsskrár fari ekki yfir 1.000 línur þar sem vinnslutími umreikningsþjónusta bankagagna kann þá að aukast til muna. |
Hægt er að flytja inn bankayfirlitsskrár við eftirfarandi aðstæður:
-
Fyrsta skrefið í að afstemma greiðslur við opnar færslur í Greiðsluafstemmingarbók glugganum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun.
-
Sem fyrsta skrefið í afstemmingu bankareikninga í Bankareikn.afstemming glugganum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur.
Til að flytja inn bankafærslur í gluggann Greiðsluafstemmingarbók
Í reitnum Leit skal færa inn Greiðsluafstemmingarbækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Til að vinna í nýrri greiðsluafstemmingarbók, á flipanum Heim í hópnum Nýr velurðu Ný færslubók eða Flytja inn bankayfirlit.
Í glugganum Yfirlit greiðslubankareiknings skal velja bankareikning sem á að stemma af greiðslur fyrir og velja svo Í lagi.
Greiðsluafstemmingarbók glugginn opnast undirbúinn fyrir valda bankareikninginn.
Á flipanum Heim, í flokknum Jöfnun, skal velja Flytja inn bankayfirlit.
Ef bankareikningurinn fyrir valda færslubók er ekki settur upp til að flytja inn bankayfirlit opnast svargluggi sem aðstoðar við að fylla út í viðeigandi reiti. Frekari upplýsingar eru í Innflutningssnið bankayfirlits.
Í glugganum Velja skrá til að flytja inn skal velja skrána sem inniheldur bankafærslurnar fyrir greiðslurnar sem á að stemma af og velja svo Opna.
Þá er hægt að fara yfir sjálfvirkar greiðslujafnanir sjálfkrafa eða handvirkt. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun og Hvernig á að endurskoða eða jafna greiðslur eftir sjálfvirka jöfnun.
Til að flytja bankayfirlit inn í gluggann Afstemming bankareikninga
Í reitnum Leit skal færa inn Bankareikningsafstemming og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Bankareikn.afstemming í flipanum Heim í flokknum Banki veljið Flytja inn bankayfirlit.
Veldu bankayfirlitsskrána og smelltu svo á Opna.
Línur bankayfirlitsins eru færðar inn á vinstra svæði gluggans Bankareikn.afstemming.
Nú er hægt að halda áfram og jafna bankfærslur sjálfvirkt eða handvirkt til að stemma bankareikninginn af. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |
Sjá einnig
Greiðsluafstemmingarbók
Bankareikn.afstemming
Hvernig á að afstemma greiðslur með sjálfvirkri jöfnun
Hvernig á að: Jafna bankayfirlitslínur og bankareikningsfærslur
Verkhlutar
Hvernig á að setja upp umreikningsþjónustu fyrir bankagögnHvernig á að: Flytja út greiðslur í bankaskrá
Hvernig á að: Setja upp skilgreiningar gagnaskipta