Hægt er að stofna nýtt skjal eða almenna færslubókarlínu í Microsoft Dynamics NAV úr færslu úr skjali á innleið með eftirfarandi hætti:

Til að stofna handvirkt innkaupareikning úr færslu skjals á innleið

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Fylgiskjöl á innleið og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Veljið línuna fyrir færslu skjals á innleið sem á að stofna innkaupareikning fyrir.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Í vinnslu veljið Stofna skjal. Fellilisti birtist og þar er hægt að velja hvaða innkaupa- eða söluskjal á að stofna.

  4. Í fellilistanum er valið Innkaupareikningur og smellið á hnappinn Í lagi. Auður Innkaupareikningur gluggi opnast.

    Til að geta lesið upplýsingarnar sem verður að slá inn í nýjum innkaupareikningi þarf að halda áfram og opna skjalið þaðan sem færsla skjals á innleið kemur, í þessu tilfelli reikningur frá lánardrottni.

    Til athugunar
    Eftirfarandi skref gerir ráð fyrir að skráin sé viðhengi við færslum skjals á innleið. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna skjöl á innleið.

  5. Í glugganum Fylgiskjöl á innleið skal velja línu fyrir færslu skjals á innleið og síðan, í upplýsingakassi skjöl á innleið, velja skrána.

  6. Með því að nota upplýsingarnar sem hægt er að lesa úr viðhengdu skjali skal fylla í reitina á glugganum Innkaupareikningur. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að stofna Innkaupareikninga.

Ábending
Þegar viðhengisskráin er notuð til að lesa upplýsingar sem færðar eru inn í nýjan reikning eða almenna færslubókarlínu er hægt að skoða innihald skjalsins og Microsoft Dynamics NAV hlið við hlið með eftirfarandi hætti:

Festið Microsoft Dynamics NAV til hægri með því að ýta á Windows-lykill + vinstri ör. Festið innihald skjalsins til hægri með því að ýta á Windows-lykill + hægri ör.

Ábending

Sjá einnig