Þegar þú notar innkaupareikninga getur þú skráð keyptar vörur og uppfært bæði birgðir og skuldir samtímis. Einnig er hægt að úthluta vörum vörugjöldum á reikning eða búa til annan reikning fyrir vörugjaldið.

Í þessum verkhluta er skýrt hvernig á að gera reikning um leið og varan er móttekin, þ.e.a.s. þegar ekki hefur verið sett upp innkaupabeiðni eða pöntun fyrirfram.

Áður en hægt er að búa til innkaupareikning verður að setja upp spjald fyrir lánardrottininn sem hefur sent reikning og spjald fyrir móttekna vöru.

Innkaupareikningar búnir til:

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Innkaupareikningur og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í glugganum Innkaupareikningur er fyllt út í reitinn Nr.

  3. Í reitinn Nr. afhendingaraðila er fært inn númer lánardrottinsins.

  4. Í reitinn Bókunardagsetning er færð inn dagsetningin sem á að birtast í bókuðum færslum.

  5. Í reitinn Dags. fylgiskjals er færð dagsetning upprunalegs reiknings lánardrottinsins. Forritið reiknar gjalddaga reikningsins og greiðsluafsláttardagsetninguna út frá þeirri dagsetningu.

  6. Í reitinn Lánardrottnanr. er fært inn reikningsnúmerið af upprunalega reikningnum sem hefur borist frá lánardrottni.

  7. Á fyrstu reikningslínunni í reitnum Tegund er valið Vara.

  8. Í reitinn Nr. er fært númer vörunnar sem á að kaupa.

  9. Í reitinn Magn er fært magn vara sem á að kaupa.

Til athugunar
Ef varan er uppskrift er hægt að opna hana í línunum. Þetta þýðir að íhlutirnir verða birtir hver fyrir sig en ekki saman í uppskriftinni. Til að gera þetta er fært númer vörunnar sem á að vera í tilboðinu inn í reitinn Nr.. Á flýtiflipanum Línur, í flokknum Aðgerðir, skal velja Opna uppskrift.

Ef lánardrottinn er einnig skráður sem tengiliður í Sölu og markaðssetningu, og ef tilgreindur hefur verið kóti samskiptasniðmáts fyrir innkaupareikninga í glugganum Tengslastjórnunargrunnur, þá eru samskipti skráð sjálfkrafa í töflunni Samskiptaskráningarfærsla þegar reikningurinn er prentaður út.

Ábending

Sjá einnig