Endurmat er notað til að laga virði að almennum verðbreytingum. Hægt er að nota keyrsluna Endurmat Eigna til að reikna út endurnýjunarverð eigna.

Ef nota á þessa aðgerð þarf að gera reitinn Leyfa endurmat virkan í afskriftabókinni.

Leiðrétting á verði eigna:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Endurmat Eigna og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Fylltir eru út reitirnir á flýtiflipanum Valkostir.

    Ef sjálfvirk tölusetning er notuð er reiturinn Númer fylgiskjals hafður auður. Færslubókin sem er millifærð verður að vera auð og númeraröð verður að hafa verið sett upp fyrir hana. Annars verður að færa inn númer fylgiskjals. Öllum línunum er síðan gefið sama númer í færslubókinni. Nota þarf sniðmát og keyrslu án tilgreindra númeraraða.

  3. Á flýtiflipanum Eign er sett afmörkun til að velja eignirnar sem á að endurmeta.

  4. Velja hnappinn Í lagi.

  5. Línurnar eru stofnaðar í færslubók. Sniðmát og keyrsla færslubókarinnar ráðast af uppsetningu í glugganum Eignabókaruppsetning. Þessi gluggi er settur upp á afskriftabókarspjaldinu.

  6. Í reitnum Leit skal færa inn Eignafjárahagsbækur eða Eignabækur og velja síðan viðkomandi tengil.

    Reiturinn Endurmatsfærsla á að vera valinn. Stofnaðar færslur eru athugaðar og þær síðan bókaðar á höfuðbækurnar.

    Mikilvægt
    Þessi reitur er tiltækur í glugganum Færslur í eignabók, en hann er ekki birtur að sjálfgefnu. Frekari upplýsingar eru í Personalize the User Interface.

  7. Velja færslubókina sem á að leiðrétta.

  8. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Eign, skal velja Fjárhagsfærslur.

  9. Reiturinn Endurmatsfærsla á að vera valinn. Stofnaðar færslur eru athugaðar og þær síðan bókaðar á höfuðbækurnar.

    Ábending
    Ef endurmatstölurnar eru aðeins til sýnis er hægt að búa til sérstaka afskriftabók til að geyma þær í. Þá hafa þessar færslur ekki áhrif á aðrar afskriftabækur.

    Einnig er hægt að gera endurmat handvirkt með því að færa inn færslubókarlínu. Smellt er á reitinn Endurmatsfærsla til að merkja færslurnar. Þetta auðkennir endurmatsfærslur. Ef leiðrétta þarf endurmat má gera það með aðgerðinni Hætta við eignafærslur á flipanum Aðgerðir og keyra síðan Endurmat Eigna aftur.

Ábending

Sjá einnig