Eftirfarandi skýringar hjálpa þér við að leiðrétta virði eigna, bóka afskriftir og bóka niðurfærslur.
Endurmat
Endurmat er notað til að laga virði að almennum verðbreytingum. Hægt er að nota keyrsluna Endurmat Eigna til að breyta ýmsum upphæðum, svo sem upphæðum niðurfærslna, hrakvirði eða virði uppfærslna.
Bókun uppfærslna
Uppfærsla er aukning á virði eignar og er þá venjulega um land eða byggingar að ræða. Hana má einnig nota þegar um er að ræða eign á borð við olíuborpall sem eykur virði sitt með aukinni eftirspurn.
Ef bóka á uppfærslur í afskriftabók sem er með fjárhagsheildun verður að nota eignafjárhagsbók.
Ef bóka á uppfærslu í afskriftabók þegar uppfærslan er ekki með fjárhagsheildun verður að nota eignabók.
Bókun niðurfærslna
Hægt er að nota þessa aðgerð til að færa niður eign þegar hún hefur lækkað í verði. Dæmi um það er vél sem hefur skemmst en er samt nothæf. Bókvirði eignar er lækkað með niðurfærslu.
Ef bóka á niðurfærslu í afskriftabók þar sem niðurfærslan er með fjárhagsheildun verður að nota eignafjárhagsbók.
Ef bóka á niðurfærslu í afskriftabók þar sem niðurfærslan er ekki með fjárhagsheildun verður að nota eignabók.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Nota keyrsluna Endurmat eigna til að reikna út endurnýjunarverð eigna. | |
Bóka uppfærslu í afskriftabók þegar uppfærslan er ekki með fjárhagsheildun. | |
Bóka uppfærslu í afskriftabók þegar uppfærslan getur verið með fjárhagsheildun. | |
Bóka niðurfærslu í afskriftabók þar sem niðurfærsla er ekki með fjárhagsheildun. | |
Bóka niðurfærslu í afskriftabók þar sem niðurfærsla er með fjárhagsheildun. | |
Bóka annan stofnkostnað eignar eins og upphaflegi stofnkostnaðurinn er bókaður: úr innkaupareikningi eða úr eignabók. | |
Sjá dæmi þar sem stofnkostnaður er bókaður. |