Opnið gluggann Endurmat Eigna.
Vísa í eignir sem eru tengdar tiltekinni afskriftabók. Keyrslan býr til færslur í færslubók byggðar á skilyrðunum sem tilgreind eru. Síðan er hægt, ef þörf reynist, að bóka í færslubókina eða leiðrétta færslurnar fyrir bókun.
Hægt er að endurmeta mismunandi tegundir eignaviðskipta: Stofnkostnað, afskriftir, viðhald o. s. frv. Einnig er hægt að tilgreina að keyrslan setji mótreikning inn í færslubókina í samræmi við þá reikninga sem tilteknir voru í töflunni Eign.
Til dæmis er hægt að setja upp sérstaka eignaafskriftabók fyrir endurmat. Ef síðan eignirnar eru endurmetnar til þess að gera ráð fyrir verðbólgu er hægt að skoða endurnýjunarkostnað eignanna á tilteknum tíma.
Keyrslan er keyrð með því að gera Leyfa endurmat í Afskriftabók töflu virk fyrir afskriftabókina sem tilgreind er í keyrslunni.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Afskriftabók | Velja skal afskriftabókarkóta afskriftabókarinnar til að nota í keyrslunni. |
Vísitala | Sláðu inn endurmatstölu. Keyrslan notar þessa tölu til þess að reikna endurmatsupphæðirnar sem skráðar eru í færslubókina. Eigi t.d. að uppreikna um 2% er talan 102 skráð í þennan reit; ef á að endurmeta um -3% er talan 97 skráð í þennan reit. |
Eignabókunardags. | Færið inn eignabókunardagsetningu sem á að nota í keyrslunni. Í keyrslunni verða færslur fram að þessari dagsetningu. Þessi dagsetning birtist í reitnum Eignabókunardags. í bókarlínunum sem verða til. Ef Nota sömu eign+fjárh.bók.dags. reiturinn er virkjaður í afskriftabókinni sem notuð er í keyrslunni verður þessi dagsetning að vera sú sama og bókunardagsetningin sem færð er í reitinn Bókunardags.. |
Bókunardags. | Færið inn bókunardagsetningu sem á að nota í keyrslunni. Þessi dagsetning birtist í reitnum Bókunardags. í eignafjárhagslínunum sem verða til yfir eignir sem eru færðar með fjárhag. Ef Nota sömu eign+fjárh.bók.dags. reiturinn er virkjaður í afskriftabókinni sem notuð er í keyrslunni verður þessi dagsetning að vera sú sama og eignabókunardagsetningin sem færð er í reitinn Eignabókunardags.. |
Númer fylgiskjals | Þessi reitur er hafður auður ef sett hefur verið upp númeraröð fyrir eignabókarkeyrsluna í reitnum Númeraröð og færslubókin er auð. Keyrslan setur sjálfkrafa næsta tiltæka númer í röðinni í færslubókarlínurnar sem verða til. |
Færslutexti | Hér er færður inn færslutexti sem á að birtast í færslubókarlínunum sem verða til. |
Setja inn mótreikning | Valið ef keyrslan á að setja mótreikninga sjálfkrafa inn í myndaða færslubók. Keyrslan notar reikningana sem skilgreindir eru í töflunni Eignabókunarflokkur. |
Vísir | Veljið reitina með eignaviðskiptategundunum sem á að endurmeta í keyrslunni. Til dæmis ef endurmeta á stofnkostnað skal velja reitinn Stofnkostnaður. |
Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna er smellt á Hætta við til að loka glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |