Viðhaldskostnaður er reglubundinn kostnaður sem varið er til þess að viðhalda virði eigna. Ólíkt viðbótarfjárfestingum eykur hann ekki verðgildi.
Viðhald og þjónustuheimsóknir
Hægt er að skrá og viðhalda dagréttri skrá um viðhald og þjónustu við eignir og hafa þannig fullkomnar viðhaldsskrár um eignir aðgengilegar.
Í hvert sinn sem eign fær þjónustu skráir notandi allar viðeigandi upplýsingar eins og dagsetningu, númer lánardrottins og símanúmer þjónustuaðila. Skráning viðhalds er færð vegna allra eigna á viðeigandi eignaspjaldi.
Þegar viðhaldsreikningur berst er hægt að skrá hann á einhvern eftirfarandi hátt:
Hafi fjárhagsheildun verið gerð virk fyrir afskriftabókina sem bókað er á er hægt að nota innkaupareikning eða eignafjárhagsbók.
Hafi fjárhagsheildun ekki verið gerð virk fyrir afskriftabókina sem bókað er á er aðeins hægt að nota eignabók.
Endurmat
Endurmat er notað til að laga virði að almennum verðbreytingum. Hægt er að nota keyrsluna Endurmat eigna til að endurreikna viðhaldskostnað.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Nota gluggann Skráning viðhalds í hvert sinn sem viðhald hefur farið fram, og það skráð fyrir viðeigandi eign. | |
Nota innkaupareikning eða eignafjárhagsbók þegar fjárhagsheildun hefur verið virkjuð fyrir afskriftabókina sem bóka á í. | |
Nota eignabók þegar fjárhagsheildun hefur ekki verið virkjuð fyrir afskriftabókina sem bóka á í. | |
Prenta skýrsluna Viðhald - Næsta þjónusta til að skoða fyrir hvaða eignir er búið að áætla þjónustuheimsóknir. | |
Sjá viðhaldskostnaðinn þegar skoðaðar eru upplýsingar um eign. | |
Velja hvort sjá á kostnaðinn á einum, tveimur eða þremur viðhaldskótum fyrir tilgreinda dagsetningu eða tímabil. | |
Sjá viðhaldskostnaðinn með því að skoða viðhaldsfærslurnar. | |
Prenta viðhaldsfærslur í stöðluðum skýrslum. |