Opnið gluggann Hætta við eignafærslur.
Fjarlægir eignafærslur úr glugganum Eignafærslur. Ef rangar færslur hafa verið bókaðar á eignir má nota þessa keyrslu til þess að hætta við eignafærslurnar. Eignabókunardags. er notuð til margs konar útreikninga í kerfishlutanum Eignir. Rangar eignafærslur, verður því að fjarlægja úr glugganum Eignafærslur.
Ef hætta þarf við færslur yfir einhverja eign er hægt að komast í keyrsluna í glugganum Afskriftabókarspjald.
Ef aðeins þarf að hætta við færslur yfir eina eign má nota þessa aðgerð í glugganum Eignafærslur fyrir þá tilteknu eign.
Keyrslan flytur eignafærslurnar, sem á að hætta við, í færslubók. Ef eignirnar í keyrslunni eru samþættar fjárhagnum flytjast færslurnar yfir í eignafjárhagsbókina. Að öðrum kosti flytur keyrslan færslurnar í eignafærslubók. Síðan er hægt, ef þörf reynist, að bóka í færslubókina eða leiðrétta færslurnar fyrir bókun. Eignafærslurnar eru síðan fjarlægðar úr glugganum Eignafærslur og eru bókaðar í Rangar eignafærslur glugganum.
Með því að hætta við rangar eignafærslur sýna upplýsingagluggar og skýrslur nákvæmar upphæðir fyrir eignir.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Hætta við bók | Velja skal afskriftabókarkóta afskriftabókarinnar til að nota í keyrslunni. |
Upphafsdagsetning | Færið inn upphafsdagsetningu í keyrslunni. Keyrslan afritar allar eignafærslur frá þessari dagsetningu í reitinn Lokadagsetning í færslubókinni. |
Lokadagsetning | Færið inn síðustu dagsetningu í keyrslunni. Keyrslan afritar allar eignafærslur úr reitnum Upphafsdagsetning að þessari dagsetningu í færslubókina. |
Númer fylgiskjals | Þessi reitur er hafður auður ef sett hefur verið upp númeraröð fyrir eignabókarkeyrsluna í töflunni Númeraröð og færslubókin er auð. Keyrslan setur sjálfkrafa næsta tiltæka númer í röðinni í færslubókarlínurnar sem verða til. |
Færslutexti | Færa inn texta fyrir bókarfærslur sem verða til í runuvinnslunni. |
Setja inn mótreikning | Valið ef keyrslan á að setja mótreikninga sjálfkrafa inn í myndaða færslubók. Keyrslan notar reikningana sem skilgreindir eru í töflunni Eignabókunarflokkur. |
Hætta við | Veljið eignafærslugerðir sem á að hætta við eignafærslur fyrir. Til dæmis ef hætta á við afskriftafærslur skal velja reitinn Afskriftir. |
Smellt er á Í lagi til að hefja keyrsluna. Ef ekki á að hefja keyrsluna núna skal velja Hætta við til að loka glugganum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |