Hægt er að afturkalla rangar færslur sem hafa verið bókaðar. Þetta þýðir að hægt er að merkja bókuðu færsluna sem ranga höfuðbókarfærslu og bóka síðan réttu færsluna.
Microsoft Dynamics NAV notar dagsetningu eignarbókunar í mörgum útreikningum svo færslur með rangar eignabókunardagsetningar verður að leiðrétta.
Ógilding eignafærslna:
Í reitnum Leit skal færa inn Eign og velja síðan viðkomandi tengil.
Valin er eignin sem á að skoða.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Eign, skal velja Afskriftabækur.
Valin er línan með viðeigandi afskriftabók. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Afskr.bók, skal velja Fjárhagsfærslur. Glugginn Eignafærslur opnast.
Velja línuna sem á að leiðrétta. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar skal velja Hætta við færslur.
Nauðsynlegar færslur eru stofnaðar í færslubók. Bent er á að færslurnar eru færðar inn í færslubók sem þarf að vera auð og hafa númeraraðirnar sem settar voru upp í færslubókarkeyrslunni.
Í reitnum Leit skal færa inn Eignafjárhagsbækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Eignafjárhagsbók er reiturinn Eignavillufærsla nr. sjálfkrafa fyllt út.
Mótreikningurinn er færður í línuna.
Á flipanum Heim veljið Bóka til að bóka línuna. Færslan úr bókarlínunni og eignafærslan með númeri röngu eignafærslunnar er merkt sem rangar eignafærslur. Þetta er aðeins mögulegt ef báðar færslurnar hafa sömu eignabókunardagsetningu, eignabókunartegund og upphæðir með gagnstæðum formerkjum þ.e. debet og kredit.
Nú er hægt að færa inn og bóka réttu færsluna.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |