Setja verður upp spjald fyrir hverja eign með upplýsingum um eignina. Hægt er að setja byggingar eða framleiðslubúnað upp sem aðaleign með íhlutalista.
Eignaspjaldinu er skipt í sérstaka flýtiflipa fyrir ýmsar gerðir upplýsinga.
Hægt er að skipta eign upp í margar eignir og sameina margar eignir í einni. Ef eign hefur verið afskráð að hluta verður að skipta henni upp í tvær eignir og síðan er hægt að selja aðra þeirra.
Eignir má flokka á ýmsa vegu, t.d. eftir flokki, deild eða staðsetningu.
Hægt er að setja upp áætlaðar eignir. Með því er hægt að taka með áætluð eignakaup og -sölu í skýrslum.
Bókun stofnkostnaðar
Fyrsta færslan vegna eignar verður að vera stofnkostnaður.
Þegar bókað er í afskriftabók og stofnkostaður í henni er með fjárhagsheildun verður að nota innkaupareikninginn eða kreditreikninginn (til að bóka stofnkostnaðinn sem kreditupphæð).
Þegar bókað er í afskriftabók þar sem stofnkostnaðurinn er ekki með fjárhagsheildun verður að nota eignabókina.
Bókunardagsetningar
Stofnkostnaður eignar getur hafa mismunandi dagsetningar:
-
Bókunardagsetningin er notuð sem dagsetning stofnkostnaðar í fjárhag.
-
Bókunardagsetningin er notuð sem dagsetning stofnkostnaðar í fjárhag.
Dagsetningin í reitnum Upphafsdags. afskriftar í eignaafskriftabók er notuð sem upphafsdagsetning útreikninga á afskriftum ef aðeins stofnkostnaður og hrakvirði (ef eitthvert er) hafa verið bókuð.
Bókun í vátryggingasviðsbók
Ef fært er í reitinn Vátryggingarnúmer á innkaupareikningnum eða í færslubókinni þegar stofnkostnaður er bókaður bókar forritið einnig stofnkostnað eignarinnar í vátryggingasviðsbókina.
Niðurlagsverð
Hrakvirði er afgangsvirði eignar þegar ekki er lengur hægt að nota hana.
Hægt er að bóka hrakvirði úr innkaupareikningi eða eignabók, annaðhvort um leið og stofnkostnaður er bókaður eða úr eignabók síðar.
Endurmat
Endurmat er notað til að laga virði að almennum verðbreytingum. Hægt er að nota keyrsluna Endurmat eigna til að reikna út stofnkostnað á endurnýjunarkostnaði.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Bæta upplýsingum við eignagluggann. | |
Velja þá aðferð sem nota á við útreikning afskrifta í núverandi afskriftabók fyrir núverandi eign | |
Bóka í afskriftabók þar sem stofnkostnaður er með fjárhagsheildun með því að nota innkaupareikninginn. | |
Bóka í afskriftabók þar sem stofnkostnaður er með fjárhagsheildun með því að nota innkaupakreditreikning til að bóka stofnkostnað sem kreditfærslu. | Hvernig á að bóka Stofnkostnað sem lán úr innkaupakreditreikningum |
Bóka í afskriftabók þar sem stofnkostnaður er ekki með fjárhagsheildun með því að nota eignabókina. | |
Bóka í afskriftabók þar sem stofnkostnaður er ekki með fjárhagsheildun og hægt er að bóka stofnkostnaðinn sem lán úr eignabók. | |
Leiðrétta ranglega bókaðan stofnkostnað. | |
Setja upp sérstök eignaspjöld fyrir aðaleign og alla íhluti hennar. | |
Skoða samtölur fyrir íhlutina á íhlutalistanum fyrir viðkomandi aðaleign. | |
Afrita línurnar sem bókaðar eru í afskriftabók í sérstaka færslubók, þaðan sem hægt er að bóka þær í aðra afskriftabók. | |
Bóka hrakvirði með stofnkostnaði af innkaupareikningi. | |
Bóka hrakvirði úr eignabók annaðhvort um leið og stofnkostnaður er bókaður eða síðar. | |
Skoða upplýsingar um hrakvirðisfærslur í glugganum Eignaupplýsingar. | |
Búa til lista yfir allar eignir vegna birgða, vátrygginga og annarra stjórnunarþátta. | |
Prenta bókunarupplýsingar sem tengjast eignum. |