Til að ganga úr skugga um að þú fáir ekki bókunarvillur vegna fylgiskjalsnúmers pöntunar, geturðu notað aðgerðina Endurraða númerum fylgiskjals áður en þú bókar færslubókina.
Í öllum færslubókum sem byggja á almennri færslubók er hægt að breyta reitnum Númer fylgiskjals þannig að hægt sé að tilgreina mismunandi númer fylgiskjala fyrir mismunandi færslubókarlínur eða sama númer fylgiskjals fyrir tengdar færslubókarlínur.
Ef Númeraröð reiturinn á bókarkeyrslunni er fylltur út krefst bókunargerðin í færslubókunum þess að númer fylgiskjala á stakri eða nokkrum færslubókarlínum séu í réttri röð. Til að ganga úr skugga um að þú fáir ekki bókunarvillur vegna fylgiskjalsnúmers pöntunar, geturðu notað aðgerðina Endurraða númerum fylgiskjals áður en þú bókar færslubókina. Ef tengdar færslubókarlínur voru teknar saman eftir númerum fylgiskjala áður en aðgerðin var notuð eru þær áfram teknar saman en gæti verið úthlutað á annað skjalanúmer.
Þessi aðgerð virkar einnig á afmörkuðum yfirlitum.
Sér hver endurnúmerun skjalanúmera mun taka tillit til tengdra jafnana, s.s. greiðslujafnana sem hafa verið framkvæmdar úr skjalinu á færslubókarlínunni á lánardrottnalykli.
Til athugunar |
---|
Eftirfarandi ferli byggist á glugganum Færslubók, en á við um allar aðrar bækur sem eru byggðar á færslubókum, eins og glugganum Útgreiðslubók. |
Endurraða númerum fylgiskjals
Í reitnum Leit skal færa inn Færslubækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Þegar komið er að því að bóka færslubókina, í flipanum Aðgerðir, flokknum Eiginleikar er valið Endurraða númerum fylgiskjals.
Gildi í Númer fylgiskjals reitnum breytast þar sem þörf er á, þannig að númer fylgiskjala á stakri eða nokkrum færslubókarlínum eru í réttri röð. Hægt er að birta færslubókin eftir endurnúmerun skjala.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |