Hægt er að úthluta færslu úr færslubók til nokkurra reikninga þegar færslubókin er bókuð. Úthlutunin getur verið í magni, prósentu eða upphæð.
Úthlutunarlyklar notaðir
Í reitnum Leita skal færa inn Ítrekunarfærslubók og velja síðan viðkomandi tengi.
Í reitnum Heiti keyrslu efst í glugganum, stofnið nýja bókarkeyrslu.
Í reinum Heiti er fært inn heiti fyrir keyrsluna, eins og Þrif. Í reitnum Lýsing færið inn lýsingu, eins og Hreinsa kostnaðarbók.
Þegar þú hefur lokið þér af skal velja hnappinn Í lagi . Ný, auð ítrekunarbók opnast.
Valinn er æskilegur máti í reitnum Ítrekunarmáti, til dæmis Breytilegur. Viðeigandi tímabil er fært í reitinn Ítrekunartíðni, til dæmis 1M.
Fært er í reitina Bókunardags., Númer fylgiskjals, Tegund reiknings, Reikningsnr. og Lýsing. Heildarupphæðin sem á að úthluta í reitinn Upphæð er færð inn.
Í síðasta reitnum í línunni er stutt á Færslulykill til að setja upp línuna. Veljið línuna og síðan Úthlutanir úr flokknum Lína á flipanum Færsluleit.
Lína er búin til fyrir hverja úthlutun. Annaðhvort þarf að fylla út reitinn Úthlutun %, Úthlutunarmagn eða Upphæð. Einnig þarf að fylla út reitinn Reikningsnr. og í reitina í altækum víddum ef færslan á að fara í altækar víddir.
Þegar prósenta er færð í línu reiknast upphæðin í reitnum Upphæð sjálfkrafa. Þessar upphæðir verða að hafa andstætt merki við það sem heildarupphæðin í reitnum Upphæð er með í ítrekunarbókinni.
Eftir að hafa fært inn úthlutunarlínurnar skal velja Í lagi til að fara aftur í gluggann Ítrekunarfærslubók. Svæðið Úthlutuð upphæð (SGM) er fyllt út og er eins og svæðið Upphæð.
Bóka færslubókina.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |