Notaðu milli-fyrirtækjabækur til að bóka viðskipti við MF-félaga. Þegar milli-fyrirtækjabók er bókuð í fyrirtækinu er samsvarandi færslubók stofnuð í MF-innhólfinu sem hægt er að flytja til félagans. Félaginn getur síðan bókað færslubókina í sínu fyrirtæki án þess að færa gögnin inn aftur.

Fært í milli-fyrirtækjabækur og bókað

  1. Í reitnum Leita skal færa inn MF-færslubók og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Í reitinn Tegund reiknings er fært MF-félagi, Viðskiptamaður eða Lánardrottinn. Í reitnum Reikningur nr. er valinn kóti MF-félaga eða viðskiptamanna- eða lánardrottnanúmer félagans sem færslan verður send til.

    Til athugunar
    Ef viðskiptamanna- eða lánardrottnanúmer er fært inn verður MF-félagakóti að vera tengdur því.

  3. Reitirnir eru fylltir út eins og í venjulegri færslubók.

  4. Í reitinn Fjárh.reikn.nr. MF-félaga skal færa inn MF-fjárhagsreikninginn sem upphæðin verður bókuð á í fyrirtæki félagans. Þennan reit verður að fylla út í línu með bankareikningi eða fjárhagsreikningi í reitnum Reikningur nr. eða reitnum Mótreikningur nr..

  5. Þegar allir reitirnir eru útfylltir er færslubókin bókuð.

Nú hafa færslur verið bókaðar í fyrirtækinu og samsvarandi færslur hafa verið stofnaðar í MF-úthólfinu til að hægt sé að senda þær til samstarfsfyrirtækis.

Ábending

Sjá einnig