Hægt er að setja upp sjálfgefna vídd fyrir tiltekinn reikning. Microsoft Dynamics NAV afritar þá þennan kóta í bókina, sölu- eða innkaupalínuna þegar reikningsnúmersreiturinn hefur verið fylltur út á línuna. Hins vegar er hægt að eyða eða breyta kótanum ef það á við.
Eftirfarandi aðferð er fyrir uppsetningu sjálfgefinna vídda fyrir reikning viðskiptamanns.
Að setja upp sjálfgefnar víddir fyrir einn reikning
Í reitnum Leit skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Viðskiptamaður, skal velja Víddir.
Fylla þarf út línu fyrir hverja nýja vídd sem á að setja upp. Ef fá á hjálp vegna tiltekins reits er smellt í reitinn og stutt á F1.
Viðvörun |
---|
Ef nota skal reikning í keyrslunni Leiðrétta gengi eða keyrslunni Bóka birgðabreytingar ekki velja Kóti tilskilinn eða Sami kóti. Þessar keyrslur geta ekki notað víddarkóta. |
Mikilvægt |
---|
Ef kóti er settur í víddarreit á reikningsspjaldinu tryggir það ekki að kótinn sé notaður við bókun. Þetta er vegna þess að hægt er að breyta því í bókar-, sölu- eða innkaupalínunni. Til að tryggja að kótanum verði ekki breytt þegar bókað er skal velja valkostinn Sami kóti. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |