Hægt er að setja upp sjálfgefna vídd fyrir tegund reiknings. Microsoft Dynamics NAV afritar þá þennan kóta í bókina, sölu- eða innkaupalínuna þegar tegund reiknings er færð í línuna. Hins vegar er hægt að eyða eða breyta kótanum ef það á við.
Einnig er hægt að gera víddir áskildar, þannig að ekki sé hægt að bóka færslu með ákveðna tegund reiknings nema reikningnum hafi verið úthlutað víddargildi.
Til að setja upp sjálfgefna eða áskilda vídd fyrir tegund reiknings
Í reitnum Leit skal færa inn Víddir og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Víddir veljið víddina.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Vídd, skal velja Sjálfg. vídd reikningsteg..
Fylla þarf út línu fyrir hverja nýja vídd sem skal setja upp. Nánari upplýsingar um tiltekinn reit fást með því að velja reitinn og ýta á F1.
Ábending |
---|
Ef gera á vídd að skyldu án þess að úthluta sjálfgildi á víddina er reiturinn Víddargildiskóti hafður auður og Kóti tilskilinn valið í reitnum Virðisbókun. |
Viðvörun |
---|
Ef nota skal reikning í keyrslunni Leiðrétta gengi eða keyrslunni Bóka birgðabreytingar ekki velja Kóti tilskilinn eða Sami kóti. Þessar keyrslur geta ekki notað víddarkóta. |
Til athugunar |
---|
Ef tilgreina verður aðra vídd fyrir reikning en sjálfgefnu víddina sem fyrir er fyrir tegund reiknings verður að setja upp sjálfgefna vídd fyrir þann reikning. Sjálfgefna víddin fyrir þennan eina reikning kemur þá í stað sjálfgefnu víddarinnar fyrir tegund reiknings. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |