Opnið gluggann Sjálfgefnar víddir-á margar línur.
Tilgreinir hvernig reikningaflokkar nota víddir og víddagildi. Það er gert með því að upplýsa marga reikninga og tilgreina síðan sjálfgefnar víddir og víddargildi fyrir alla reikninga sem hafa verið upplýstir á reikningalistanum. Þegar sjálfgefnar víddir fyrir upplýsta reikninga eru tilgreindar leggur kerfið þær víddir og víddargildi til í hvert skipti sem einhver af þessum reikningum er notaður, til dæmis í bókarlínu. Það auðveldar bókun fyrir notandann þar sem kerfið fyllir víddareitina sjálfkrafa út. Hinsvegar er hægt að breyta víddargildunum sem kerfið leggur til á bókarlínu til dæmis.
Eftirtaldir reitir eru í glugganum:
Reitur | Lýsing |
---|---|
Víddarkóti | Sýnir allar víddir sem hafa verið skilgreindar sem sjálfgefnar víddir fyrir einn eða fleiri auðkenndan reikning. Ef smellt er reitinn er hægt að skoða lista yfir öll tiltæk víddargildi. Ef valin er vídd eru víddirnar sem eru valdar skilgreindar sem sjálfgefnar víddir fyrir alla auðkennda reikninga. |
Gildiskóti víddar | Sýnir annað hvort eitt víddargildi eða hugtakið (Misræmi). Ef víddargildi er í reitnum hafa allir upplýstir reitir sama sjálfgefna víddargildið í vídd. Ef hugtakið (Misræmi) er í reitnum hafa allir upplýstir reitir ekki sama sjálfgefna víddargildið í vídd. Ef smellt er reitinn er hægt að skoða lista yfir öll tiltæk víddargildi í vídd. Ef valið er víddargildi eru víddargildin sem eru valin skilgreind sem sjálfgefin víddargildi fyrir alla auðkennda reikninga. |
Virðisbókun | Sýnir annað hvort ein virðisbókunarregla eða hugtakið (Misræmi). Ef virðisbókunarregla er í reitnum hafa allir auðkenndir reitir sömu sjálfgefnu virðisbókunarregluna í víddargildi. Ef hugtakið (Misræmi) er í reitnum hafa allir auðkenndir reitir ekki sömu sjálfgefnu virðisbókunarregluna í víddargildi. Ef reiturinn Virðisbókun er valinn er hægt að skoða lista yfir virðisbókunarreglur. Ef valin er virðisbókunarregla er hún notuð fyrir alla auðkennda reikninga. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |