Áður en víddir eru settar upp ætti að ákveða hvaða fjárhagsupplýsingar verði að mynda og hvaða víddir notendur verði að setja á fjárhagsreikningsfærslur.
Víddir eru settar upp í glugganum Víddir. Þegar búið er að setja upp víddir verður að setja upp gildi fyrir hverja vídd. Eins og í bókhaldslyklum, er víddargildi sett upp í stigveldi með samtalsreitum og inndrætti.
Að setja upp víddargildi
Í reitnum Leit skal færa inn Víddir og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Víddir er valin lína með víddum sem óskað er eftir að setja upp gildi fyrir. Á flipanum Færsluleit í flokkinum Vídd skal velja Víddargildi.
Fylla þarf út línu fyrir hvert víddargildi sem á að setja upp. Hægt er að setja upp víddargildi að vild. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.
Mikilvægt |
---|
Ef setja á upp stigveldi verður að ganga úr skugga um að kótarnir séu í stafrófsröð. Þar á meðal eru kóðarnir fyrir víddargildin sem eru stöðluð. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |