Mismunandi tegundir reikninga, eins og til dæmis viðskiptamannsreikningur og vörureikningur, geta haft mismunandi sjálfgefnar víddir uppsettar. Þar af leiðandi getur forritið lagt til fleiri en eina sjálfgefna vídd fyrir hverja færslu. Til að forðast slíka árekstra er hægt að láta forgangsreglur gilda í hverju tilviki.

Að setja upp sjálfgefinn víddarforgang

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Forgangur sjálfgefinnar víddar og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Forgangur sjálfgefinnar víddar í reitinn Upprunakóti er færður inn upprunakóti færslutöflunnar sem sjálfgefinn víddaforgangur gildir fyrir.

  3. Fyllt er út lína fyrir hvern forgang sjálfgefinnar víddar sem á að setja upp fyrir valinn upprunakóta. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

  4. Ferlið er endurtekið fyrir hvern upprunakóða þar sem á að setja upp sjálfgefinn víddarforgang.

Mikilvægt
Ef settar eru upp tvær töflur með sama forgangi fyrir sama upprunakóta velur Microsoft Dynamics NAV alltaf töfluna með lægsta kennið.

Ábending

Sjá einnig