Bent skal á að altækar víddir eru alltaf skilgreindar og nefndar af fyrirtækjum. Til að skoða altækar víddir fyrirtækisins er glugginn Fjárhagsgrunnur opnaður.
Í færsluglugga er hægt að sjá hvort altækar víddir hafi verið stofnaðar fyrir færslurnar. Altæku víddirnar tvær eru ólíkar hinum víddunum þar sem hægt er að nota þær sem afmarkanir hvar sem er innan Microsoft Dynamics NAV.
Að skoða altækar víddir í færslugluggum:
Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Bókhaldslykill skal velja Fjárhagsfærslur úr flokknum Reikningur á flipanum Færsluleit.
Til að sjá aðeins viðeigandi færslur þarf að setja inn eina eða fleiri afmarkanir í gluggann.
Til að sjá allar víddir fyrir færslu skal velja færsluna. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Reikningur, skal velja Víddir.
Til athugunar |
---|
Glugginn Bókfærsluvíddir sýnir víddir einnar bókfærslu í einu. Þegar skrunað er um bókfærslurnar breytist innihald gluggans Bókfærsluvíddir í samræmi við það. |
Ábending |
---|
Hægt er að bæta reitum altækra vídda við færslugluggana með því að nota aðgerðina Sýna dálk . Til að sjá aðeins færslur fyrir tiltekna altæka vídd er hægt að nota reitaafmörkun. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |